Að líta í eigin barm Helgi Sigurðsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjóra og starfsmenn Kauphallar eins og aðra.Hlutverk Kauphallar Kauphöll er lögbundinn eftirlitsaðili með kauphallarviðskiptum og innheimtir verulegar fjárhæðir til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Kauphöllin hefur jafnframt yfirsýn yfir öll viðskipti og ræður yfir víðtækum tæknibúnaði til að uppfylla skyldur sínar. Kauphöllin setur einnig reglur um hvernig kauphallarviðskipti fari fram og hvaða kröfur eigi að gera til kauphallaraðila. Kauphöllin hefur því mikla möguleika á því að hafa áhrif á hvernig viðskipti eru útfærð. Starfsemi Kauphallarinnar má að nokkru leyti líkja við hlutverk flugumferðarstjóra. Með sama hætti og flugumferðarstjórar fylgjast með flugstjórum og setja þeim viðmið um hvar þeir megi fljúga og hvar ekki, fylgjast starfsmenn Kauphallar með verðbréfamiðlurum í daglegum störfum sínum og setja þeim viðmið um hvað sé heimilt og hvað ekki. Ef þessari samlíkingu er fylgt áfram þá leyfði flugumferðarstjórn (Kauphöllin) flugstjórum að fljúga eftir sömu leiðum allt frá stofnun markaða til haustsins 2008.Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans Í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans voru m.a. verðbréfamiðlarar í eigin viðskiptum bankans sakfelldir. Þeir höfðu gengið inn í framkvæmd sem var óbreytt frá skráningu hlutabréfa bankans á markaði. Hvorki Kauphöllin né aðrir eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við háttsemi þeirra allt frá því að þeir hófu störf hjá bankanum og þar til bankinn féll haustið 2008. Í gögnum málsins og vitnaskýrslum kom fram að starfsmenn Kauphallar hefðu talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Jafnvel þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk, taldi Kauphöllin í bréfi til Fjármálaeftirlitsins ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans í kaupum. Í bréfinu bendir Kauphöllin réttilega á að hlutabréfaverð íslensku bankanna hafi lækkað umtalsvert umfram verð hlutabréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum á ákærutímabilinu og viðskipti þeirra með eigin bréf hafi verið öllum kunn. Í bréfinu er varað við þröngsýni og eftiráspeki og skorti á því að kaupin séu sett í samhengi við ytri aðstæður.Að líta í eigin barm Umbjóðandi minn sem hefur aldrei á ævi sinni gerst brotlegur við lög og reynt að rækja sínar starfsskyldur heiðarlega og eftir bestu samvisku, er ekki að reyna að skorast undan ábyrgð. Hann hefur hins vegar spurt verjanda sinn að því í hverju refsiverð háttsemi hans sé fólgin. Sú spurning er ekki borin fram af neinu yfirlæti, heldur af fyllstu einlægni einstaklings sem er að leggja sig allan fram við að reyna að skilja hvað hann er sakaður um. Þar stangast allt á. Ekkert samræmi er í því hverjir eru ákærðir. Þeir sem gegna sambærilegum störfum og hljóta þyngstu refsingu hjá einu fjármálafyrirtæki eru ekki ákærðir og eru jafnvel lykilvitni ákæruvaldsins hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samkvæmt lögum er fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa eigin bréf og lána til kaupanna. Við setningu laganna var frumvarpsdrögum sérstaklega breytt til að tryggja slíka heimild án þess að fjármálafyrirtækin þyrftu að gerast formlegir viðskiptavakar. Slík viðskipti eru stunduð á Evrópska efnahagssvæðinu með það að markmiði að tryggja hnökralausa verðmyndun hlutabréfa á skráðum mörkuðum og sjá til þess að hluthafar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf. Í erlendum fræðiritum sem lögð hafa verið til grundvallar í kennslu hér á landi er sérstaklega farið yfir mikilvægi þessa og varað við því að rugla þessu saman við markaðsmisnotkun. Eignarhlutur Landsbankans í eigin bréfum við fall bankans í október 2008 var 2,1% en til samanburðar var eignarhlutur Danske bank á sama tíma 1,6% (lagalega heimildin er 10%). Af hálfu Kauphallar voru þessi kaup talin æskileg og forsenda fyrir vexti og viðgangi hlutabréfamarkaðar. Viðskiptin voru undir eftirliti sérfróðra aðila og þar gegndi Kauphöllin lykilhlutverki. Umbjóðanda mínum finnst sérkennilegt að sérfróður eftirlitsaðili á markaði sem gerði engar athugasemdir við framkvæmd viðskiptanna skuli nú höfða til ábyrgðartilfinningar hans. Gæti verið að þessi sérfróði eftirlitsaðili þyrfti e.t.v. að líta í eigin barm.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjóra og starfsmenn Kauphallar eins og aðra.Hlutverk Kauphallar Kauphöll er lögbundinn eftirlitsaðili með kauphallarviðskiptum og innheimtir verulegar fjárhæðir til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Kauphöllin hefur jafnframt yfirsýn yfir öll viðskipti og ræður yfir víðtækum tæknibúnaði til að uppfylla skyldur sínar. Kauphöllin setur einnig reglur um hvernig kauphallarviðskipti fari fram og hvaða kröfur eigi að gera til kauphallaraðila. Kauphöllin hefur því mikla möguleika á því að hafa áhrif á hvernig viðskipti eru útfærð. Starfsemi Kauphallarinnar má að nokkru leyti líkja við hlutverk flugumferðarstjóra. Með sama hætti og flugumferðarstjórar fylgjast með flugstjórum og setja þeim viðmið um hvar þeir megi fljúga og hvar ekki, fylgjast starfsmenn Kauphallar með verðbréfamiðlurum í daglegum störfum sínum og setja þeim viðmið um hvað sé heimilt og hvað ekki. Ef þessari samlíkingu er fylgt áfram þá leyfði flugumferðarstjórn (Kauphöllin) flugstjórum að fljúga eftir sömu leiðum allt frá stofnun markaða til haustsins 2008.Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans Í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans voru m.a. verðbréfamiðlarar í eigin viðskiptum bankans sakfelldir. Þeir höfðu gengið inn í framkvæmd sem var óbreytt frá skráningu hlutabréfa bankans á markaði. Hvorki Kauphöllin né aðrir eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við háttsemi þeirra allt frá því að þeir hófu störf hjá bankanum og þar til bankinn féll haustið 2008. Í gögnum málsins og vitnaskýrslum kom fram að starfsmenn Kauphallar hefðu talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Jafnvel þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk, taldi Kauphöllin í bréfi til Fjármálaeftirlitsins ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans í kaupum. Í bréfinu bendir Kauphöllin réttilega á að hlutabréfaverð íslensku bankanna hafi lækkað umtalsvert umfram verð hlutabréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum á ákærutímabilinu og viðskipti þeirra með eigin bréf hafi verið öllum kunn. Í bréfinu er varað við þröngsýni og eftiráspeki og skorti á því að kaupin séu sett í samhengi við ytri aðstæður.Að líta í eigin barm Umbjóðandi minn sem hefur aldrei á ævi sinni gerst brotlegur við lög og reynt að rækja sínar starfsskyldur heiðarlega og eftir bestu samvisku, er ekki að reyna að skorast undan ábyrgð. Hann hefur hins vegar spurt verjanda sinn að því í hverju refsiverð háttsemi hans sé fólgin. Sú spurning er ekki borin fram af neinu yfirlæti, heldur af fyllstu einlægni einstaklings sem er að leggja sig allan fram við að reyna að skilja hvað hann er sakaður um. Þar stangast allt á. Ekkert samræmi er í því hverjir eru ákærðir. Þeir sem gegna sambærilegum störfum og hljóta þyngstu refsingu hjá einu fjármálafyrirtæki eru ekki ákærðir og eru jafnvel lykilvitni ákæruvaldsins hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samkvæmt lögum er fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa eigin bréf og lána til kaupanna. Við setningu laganna var frumvarpsdrögum sérstaklega breytt til að tryggja slíka heimild án þess að fjármálafyrirtækin þyrftu að gerast formlegir viðskiptavakar. Slík viðskipti eru stunduð á Evrópska efnahagssvæðinu með það að markmiði að tryggja hnökralausa verðmyndun hlutabréfa á skráðum mörkuðum og sjá til þess að hluthafar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf. Í erlendum fræðiritum sem lögð hafa verið til grundvallar í kennslu hér á landi er sérstaklega farið yfir mikilvægi þessa og varað við því að rugla þessu saman við markaðsmisnotkun. Eignarhlutur Landsbankans í eigin bréfum við fall bankans í október 2008 var 2,1% en til samanburðar var eignarhlutur Danske bank á sama tíma 1,6% (lagalega heimildin er 10%). Af hálfu Kauphallar voru þessi kaup talin æskileg og forsenda fyrir vexti og viðgangi hlutabréfamarkaðar. Viðskiptin voru undir eftirliti sérfróðra aðila og þar gegndi Kauphöllin lykilhlutverki. Umbjóðanda mínum finnst sérkennilegt að sérfróður eftirlitsaðili á markaði sem gerði engar athugasemdir við framkvæmd viðskiptanna skuli nú höfða til ábyrgðartilfinningar hans. Gæti verið að þessi sérfróði eftirlitsaðili þyrfti e.t.v. að líta í eigin barm.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun