Sýndi af sér kæruleysi en braut ekki lög Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. júlí 2016 07:00 Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og verðandi forsetaefni Demókrataflokksins. Nordicphotos/AFP „Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
„Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira