Ævintýri enn gerast og geta gerst víðar Skjóðan skrifar 6. júlí 2016 09:00 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur sigrað heiminn. Íslensku áhorfendurnir hafa líka verið óborganlegir og til fullkomins sóma. Aldrei fyrr hefur verið farin önnur eins frægðarför utan og för landsliðsins á EM í Frakklandi. Við höfum áður átt frábæra knattspyrnumenn á Íslandi. Albert Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen voru allir í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Samt náði landsliðið okkar ekki sérstökum árangri með þá í broddi fylkingar. Ekki er það tilviljun að Ísland hefur nú skipað sér í flokk með bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Vel menntaðir þjálfarar hafa um árabil leiðbeint jafnvel yngstu knattspyrnuiðkendunum. Knattspyrnuhús gerðu íslenskum iðkendum mögulegt að æfa og keppa í íþróttinni allan ársins hring og battavellirnir, sem standa við nær hvern skóla á landinu eru nýttir allt árið. Úr þessu umhverfi spratt unglingalandsliðið sem náði inn í lokakeppni EM 2011. Leikmenn þess eru kjarni landsliðsins sem vann hug og hjörtu heimsins í Frakklandi á dögunum. Fleira gerðist. Ráðinn var einn besti knattspyrnustjóri veraldar til að stýra landsliðinu. Lars Lagerbäck hefur fært liðinu aga og sjálfstraust sem íslensk knattspyrnulið hafa ekki áður búið yfir. Mestu máli skiptir samt að íslenska landsliðið bjó við sama umhverfi og hin liðin á EM. Leikmennirnir spila við sams konar aðstæður og leikmenn Englands, Frakklands og Þýskalands. Undirbúningur liðsins er áþekkur og öll aðstaða á mótstað, hótel, matseld og fleira er sambærileg við það sem bestu liðin njóta. Þess vegna er Ísland komið í fremstu röð í knattspyrnu. Af þessu má draga lærdóm fyrir íslenskt atvinnulíf. Íslensk fyrirtæki þurfa að notast við örmynt og margfaldan fjármagnskostnað á við þau fyrirtæki sem þau keppa við. Erlend fjárfesting er fjarlægur draumur fyrir flestar greinar íslensks atvinnulífs. Einungis örfá fyrirtæki búa við aðstæður sambærilegar þeim sem alþjóðleg samkeppni þeirra býr við. Útgerðin hefur ávallt notið forréttinda hér á landi. Þar fyrir utan eru það helst fyrirtæki, sem voru orðin alþjóðleg fyrir hrun og stóðu af sér hrunið, DeCode, Marel, Össur og CCP. Þau njóta undanþága frá hinum almennu höftum. Íslenskt atvinnulíf, með íslenska krónu, höft og fjármagnsokur, er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið fyrir 40 árum. Ein til tvær stjörnur eru í liðinu en aðrir leikmenn eru lakari og liðið nær ekki árangri. Lífskjör íslensku þjóðarinnar eru lakari en þau þurfa að vera. Við eigum að horfa til uppbyggingar knattspyrnunnar sem fyrirmyndar fyrir atvinnulífið. Við verðum að búa fyrirtækjunum sömu aðstæður og fyrirtæki í öðrum löndum búa við. Áframhaldandi og aukin einangrun er ekki leiðin til bættra lífskjara. Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur sigrað heiminn. Íslensku áhorfendurnir hafa líka verið óborganlegir og til fullkomins sóma. Aldrei fyrr hefur verið farin önnur eins frægðarför utan og för landsliðsins á EM í Frakklandi. Við höfum áður átt frábæra knattspyrnumenn á Íslandi. Albert Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen voru allir í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Samt náði landsliðið okkar ekki sérstökum árangri með þá í broddi fylkingar. Ekki er það tilviljun að Ísland hefur nú skipað sér í flokk með bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Vel menntaðir þjálfarar hafa um árabil leiðbeint jafnvel yngstu knattspyrnuiðkendunum. Knattspyrnuhús gerðu íslenskum iðkendum mögulegt að æfa og keppa í íþróttinni allan ársins hring og battavellirnir, sem standa við nær hvern skóla á landinu eru nýttir allt árið. Úr þessu umhverfi spratt unglingalandsliðið sem náði inn í lokakeppni EM 2011. Leikmenn þess eru kjarni landsliðsins sem vann hug og hjörtu heimsins í Frakklandi á dögunum. Fleira gerðist. Ráðinn var einn besti knattspyrnustjóri veraldar til að stýra landsliðinu. Lars Lagerbäck hefur fært liðinu aga og sjálfstraust sem íslensk knattspyrnulið hafa ekki áður búið yfir. Mestu máli skiptir samt að íslenska landsliðið bjó við sama umhverfi og hin liðin á EM. Leikmennirnir spila við sams konar aðstæður og leikmenn Englands, Frakklands og Þýskalands. Undirbúningur liðsins er áþekkur og öll aðstaða á mótstað, hótel, matseld og fleira er sambærileg við það sem bestu liðin njóta. Þess vegna er Ísland komið í fremstu röð í knattspyrnu. Af þessu má draga lærdóm fyrir íslenskt atvinnulíf. Íslensk fyrirtæki þurfa að notast við örmynt og margfaldan fjármagnskostnað á við þau fyrirtæki sem þau keppa við. Erlend fjárfesting er fjarlægur draumur fyrir flestar greinar íslensks atvinnulífs. Einungis örfá fyrirtæki búa við aðstæður sambærilegar þeim sem alþjóðleg samkeppni þeirra býr við. Útgerðin hefur ávallt notið forréttinda hér á landi. Þar fyrir utan eru það helst fyrirtæki, sem voru orðin alþjóðleg fyrir hrun og stóðu af sér hrunið, DeCode, Marel, Össur og CCP. Þau njóta undanþága frá hinum almennu höftum. Íslenskt atvinnulíf, með íslenska krónu, höft og fjármagnsokur, er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið fyrir 40 árum. Ein til tvær stjörnur eru í liðinu en aðrir leikmenn eru lakari og liðið nær ekki árangri. Lífskjör íslensku þjóðarinnar eru lakari en þau þurfa að vera. Við eigum að horfa til uppbyggingar knattspyrnunnar sem fyrirmyndar fyrir atvinnulífið. Við verðum að búa fyrirtækjunum sömu aðstæður og fyrirtæki í öðrum löndum búa við. Áframhaldandi og aukin einangrun er ekki leiðin til bættra lífskjara.
Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira