Blaðamaður The New Yorker: Andri Snær eins og ungur Woody Allen og Halla holdgervingur einlægninnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2016 16:45 Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir sem bæði voru í framboði til forseta Íslands. vísir/hanna Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi minnir Adam Gopnik, einn reyndasta blaðamann tímaritsins The New Yorker, á ungan Woody Allen. Þá segir Gopnik að Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sé einlægasta manneskja sem hann hafi séð. Hún sé eins og lifandi emoji-karl sem táknar einlægni, og þar með eins konar holdgervingur einlægninnar. Gopnik kom hingað til lands í tengslum við forsetakosningarnar í júní og skrifar afar áhugaverða grein um ferðina sem lesa má á vefsíðu The New Yorker. Eitt af því skemmtilegasta við greinina eru mannlýsingar Gopnik enda hefur hann ef til vill nokkuð aðra sýn á frambjóðendur heldur en hinn venjulegi Íslendingur.Hæð Guðna áhrifameiri í sjónvarpi Þannig nefnir Gopnik að honum þykja sérstaklega athyglisvert að fræðimaður á borð við sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson, sem hafi haft það að atvinnu að afbyggja ýmsar viðteknar hugmyndir um sögu þjóðarinnar, hafi átt möguleika á sigri í forsetakosningum, og á endanum unnið. Gopnik er tíðrætt um hversu hávaxinn Guðni er en blaðamaðurinn horfði á kappræður RÚV að kvöldi kjördags: „Hæð Guðna er jafnvel áhrifameiri í sjónvarpi en þegar maður hittir hann í eigin persónu, þó að þetta stöðuga augnaráð sem gerir hann svo traustvekjandi virðist fast á honum núna,“ segir Gopnik í grein sinni.Davíð Oddson eins og norskt 19. aldar ljóðskáld Yfir kappræðunum upplifir hann líka Höllu sem þessa ofureinlægu manneskju: „Halla var einlægasta manneskja sem ég hef séð, lifandi emoji-karl sem táknar einlægni: hún hallaði höfðinu aðeins til hliðar og andlitið fullkomin jafna af hlýju brosi og áhyggjufullum en umhyggjusömum svip. Hún útskýrði að hún væri bara dóttir pípara að bjóða sig fram til forseta. Mér leið pínu óþægilega.“ Þá segir Gopnik að í sjónvarpinu hafi Davíð Oddsson minnt sig á norskt 19. aldar leikskáld með grátt hárið greitt aftur og dapran svip. Gopnik lýsir síðan heimsókn sinni heim til Andra Snæs sem býr í Vogahverfinu í Reykjavík og tekur fram að þetta hafi verið eini staðurinn þar sem honum var ekki boðið kaffi. Gopnik rekur spjall þeirra: „„Forsetinn gæti verið hlutverk fyrir einhvern sem er skapandi,“ sagði Andri Snær hlæjandi. Hann er venjulega með lymskulegan, afsakaðu-mig svip á andlitinu, eins og ungur Woody Allen,““ segir Gopnik um Andra Snæ.Grein Gopnik má lesa í heild sinni hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00 "Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi minnir Adam Gopnik, einn reyndasta blaðamann tímaritsins The New Yorker, á ungan Woody Allen. Þá segir Gopnik að Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sé einlægasta manneskja sem hann hafi séð. Hún sé eins og lifandi emoji-karl sem táknar einlægni, og þar með eins konar holdgervingur einlægninnar. Gopnik kom hingað til lands í tengslum við forsetakosningarnar í júní og skrifar afar áhugaverða grein um ferðina sem lesa má á vefsíðu The New Yorker. Eitt af því skemmtilegasta við greinina eru mannlýsingar Gopnik enda hefur hann ef til vill nokkuð aðra sýn á frambjóðendur heldur en hinn venjulegi Íslendingur.Hæð Guðna áhrifameiri í sjónvarpi Þannig nefnir Gopnik að honum þykja sérstaklega athyglisvert að fræðimaður á borð við sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson, sem hafi haft það að atvinnu að afbyggja ýmsar viðteknar hugmyndir um sögu þjóðarinnar, hafi átt möguleika á sigri í forsetakosningum, og á endanum unnið. Gopnik er tíðrætt um hversu hávaxinn Guðni er en blaðamaðurinn horfði á kappræður RÚV að kvöldi kjördags: „Hæð Guðna er jafnvel áhrifameiri í sjónvarpi en þegar maður hittir hann í eigin persónu, þó að þetta stöðuga augnaráð sem gerir hann svo traustvekjandi virðist fast á honum núna,“ segir Gopnik í grein sinni.Davíð Oddson eins og norskt 19. aldar ljóðskáld Yfir kappræðunum upplifir hann líka Höllu sem þessa ofureinlægu manneskju: „Halla var einlægasta manneskja sem ég hef séð, lifandi emoji-karl sem táknar einlægni: hún hallaði höfðinu aðeins til hliðar og andlitið fullkomin jafna af hlýju brosi og áhyggjufullum en umhyggjusömum svip. Hún útskýrði að hún væri bara dóttir pípara að bjóða sig fram til forseta. Mér leið pínu óþægilega.“ Þá segir Gopnik að í sjónvarpinu hafi Davíð Oddsson minnt sig á norskt 19. aldar leikskáld með grátt hárið greitt aftur og dapran svip. Gopnik lýsir síðan heimsókn sinni heim til Andra Snæs sem býr í Vogahverfinu í Reykjavík og tekur fram að þetta hafi verið eini staðurinn þar sem honum var ekki boðið kaffi. Gopnik rekur spjall þeirra: „„Forsetinn gæti verið hlutverk fyrir einhvern sem er skapandi,“ sagði Andri Snær hlæjandi. Hann er venjulega með lymskulegan, afsakaðu-mig svip á andlitinu, eins og ungur Woody Allen,““ segir Gopnik um Andra Snæ.Grein Gopnik má lesa í heild sinni hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00 "Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00
"Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54