Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Sæunn Gísladóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Svava Johansen Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira