Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Sæunn Gísladóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Svava Johansen Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira
Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira