Þjálfari velska landsliðsins varar sína menn við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 15:30 Gareth Bale og félagar eru nú í svipaðri stöðu og íslensku strákarnir. Vísir/Getty Wales náði frábærum árangri á sínu fyrsta Evrópumóti með því að komast alla leið í undanúrslitin á EM í Frakklandi. Wales og Ísland voru spútniklið mótsins og nýliðarnir unnu hug og hjörtu margra með árangrinum í frumraun sinni. Wales hafði ekki verið með á stórmóti síðan á HM 1958 og Ísland var með í fyrsta sinn á stórmóti karlalandsliða. Það er hinsvegar stutt í næstu leiki því undankeppni HM 2018 hefst strax í haust. Eins og hjá íslensku landsliðsstrákunum er nauðsynlegt að velsku landsliðsmennirnir haldi dampi ætli liðið að byggja ofan á árangur sinn í Frakklandi og tryggja sér farseðil til Rússlands. Chris Coleman, þjálfari Wales, er strax farinn að huga að þeirri keppni og hefur þegar gefið út varnaðarorð. Hann segir að leikmenn sínir verði að forðast það að falla í þá gryfju að fara að líða of vel eftir frábæran árangur síðustu vikna. „Það segir mjög mikið um mína leikmann að við náðum þessum árangri. Ég hef sagt það í gegnum allt mótið að það sé ekki nóg að hafa hæfileikana því þú þarf einnig hungur og þrá," sagði Chris Coleman. „Við erum á hættulegum slóðum eins og er því nú skiptir öllu máli hvað við gerum næst. Við verðum að fara og tryggja okkur sæti á heimsmeistaramótinu núna og þá þurfum við að ná öðrum af tveimur efstu sætunum í erfiðum riðli," sagði Coleman. Wales er í riðli með Austurríki, Írlandi, Serbíu, Moldóvíu og Georgíu. Sigurvegari riðilsins fer beint á HM en liðið í örðu sæti fer í umspil um laust sæti. Íslenski riðilinn er líka mjög krefjandi en þar eru Króatía, Tyrkland, Úkraína, Finnland og Kósóvó. Orð Chris Coleman ættu því að eiga hljómgrunn hjá íslensku leikmönnunum alveg eins og þeim velsku. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Wales náði frábærum árangri á sínu fyrsta Evrópumóti með því að komast alla leið í undanúrslitin á EM í Frakklandi. Wales og Ísland voru spútniklið mótsins og nýliðarnir unnu hug og hjörtu margra með árangrinum í frumraun sinni. Wales hafði ekki verið með á stórmóti síðan á HM 1958 og Ísland var með í fyrsta sinn á stórmóti karlalandsliða. Það er hinsvegar stutt í næstu leiki því undankeppni HM 2018 hefst strax í haust. Eins og hjá íslensku landsliðsstrákunum er nauðsynlegt að velsku landsliðsmennirnir haldi dampi ætli liðið að byggja ofan á árangur sinn í Frakklandi og tryggja sér farseðil til Rússlands. Chris Coleman, þjálfari Wales, er strax farinn að huga að þeirri keppni og hefur þegar gefið út varnaðarorð. Hann segir að leikmenn sínir verði að forðast það að falla í þá gryfju að fara að líða of vel eftir frábæran árangur síðustu vikna. „Það segir mjög mikið um mína leikmann að við náðum þessum árangri. Ég hef sagt það í gegnum allt mótið að það sé ekki nóg að hafa hæfileikana því þú þarf einnig hungur og þrá," sagði Chris Coleman. „Við erum á hættulegum slóðum eins og er því nú skiptir öllu máli hvað við gerum næst. Við verðum að fara og tryggja okkur sæti á heimsmeistaramótinu núna og þá þurfum við að ná öðrum af tveimur efstu sætunum í erfiðum riðli," sagði Coleman. Wales er í riðli með Austurríki, Írlandi, Serbíu, Moldóvíu og Georgíu. Sigurvegari riðilsins fer beint á HM en liðið í örðu sæti fer í umspil um laust sæti. Íslenski riðilinn er líka mjög krefjandi en þar eru Króatía, Tyrkland, Úkraína, Finnland og Kósóvó. Orð Chris Coleman ættu því að eiga hljómgrunn hjá íslensku leikmönnunum alveg eins og þeim velsku.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira