Glórulaus hagfræði Gunnars Alexanders! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun