Einkaneysluvöxtur á flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka. Fréttablaðið/GVA Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00