Einkaneysluvöxtur á flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka. Fréttablaðið/GVA Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00