Íslensk fjölskylda grýtt flöskum í Englandi vegna árangurs íslenska landsliðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 11:45 Sumir virðast eiga í erfiðleikum með að þola að tapa. Vísir/Getty/Eyþór Flöskum var grýtt í átt að íslenskri fjölskyldu í Brighton í Englandi þar sem mikill mannfjöldi var samankomin til þess að horfa á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á mánudaginn. Öryggisverðir vöru snöggir að grípa inn í og mynduðu hring utan um fjölskylduna.Frá þessu er greint á vef enska blaðsins Argus sem er staðarblaðið i Brighton. Þar segir að leikur Íslands og Englands hafi verið sýndur á stórum skjá á ströndinni í Brighton. Eftir að leik lauk og mannskarinn var að yfirgefa svæðið hafi einhverjir óprúttnir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins grýtt flöskum í átt að íslenskum foreldrum og börnum þeirra. „Allir voru að styðja sitt lið en í lok leiksins þegar ég leit til hliðar sá ég stuðningsmenn enska liðsins kasta flöskum í íslenska fjölskyldu,“ sagði Marie Clements sem varð vitni að athæfinu. „Ég sá ekki hvort að einhverjar flöskur hafi hæft vegna þess að öryggisverðirnir voru svo snöggir að hópast í kringum fjölskylduna.“ Lögregla var ekki kölluð til og enginn er talinn hafa orðið fyrir meiðslum. Clements telur að um einangrað atvik hafi verið að ræða. „Þetta róaðist frekar fljótt og ég held að flestir hafi ekki orðið varir við þetta. Þetta var líklega einangrað atvik en maður fann að það var spenna í loftinu,“ sagði Clements. Ljóst er að margir urðu ansi svekktir með að enska landsliðið datt út gegn Ísland og fékk landsliðið mikla útreið í enskum fjölmiðum eftir leikinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Flöskum var grýtt í átt að íslenskri fjölskyldu í Brighton í Englandi þar sem mikill mannfjöldi var samankomin til þess að horfa á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á mánudaginn. Öryggisverðir vöru snöggir að grípa inn í og mynduðu hring utan um fjölskylduna.Frá þessu er greint á vef enska blaðsins Argus sem er staðarblaðið i Brighton. Þar segir að leikur Íslands og Englands hafi verið sýndur á stórum skjá á ströndinni í Brighton. Eftir að leik lauk og mannskarinn var að yfirgefa svæðið hafi einhverjir óprúttnir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins grýtt flöskum í átt að íslenskum foreldrum og börnum þeirra. „Allir voru að styðja sitt lið en í lok leiksins þegar ég leit til hliðar sá ég stuðningsmenn enska liðsins kasta flöskum í íslenska fjölskyldu,“ sagði Marie Clements sem varð vitni að athæfinu. „Ég sá ekki hvort að einhverjar flöskur hafi hæft vegna þess að öryggisverðirnir voru svo snöggir að hópast í kringum fjölskylduna.“ Lögregla var ekki kölluð til og enginn er talinn hafa orðið fyrir meiðslum. Clements telur að um einangrað atvik hafi verið að ræða. „Þetta róaðist frekar fljótt og ég held að flestir hafi ekki orðið varir við þetta. Þetta var líklega einangrað atvik en maður fann að það var spenna í loftinu,“ sagði Clements. Ljóst er að margir urðu ansi svekktir með að enska landsliðið datt út gegn Ísland og fékk landsliðið mikla útreið í enskum fjölmiðum eftir leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
„Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47
Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15
Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30
The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29