Íslensk fjölskylda grýtt flöskum í Englandi vegna árangurs íslenska landsliðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 11:45 Sumir virðast eiga í erfiðleikum með að þola að tapa. Vísir/Getty/Eyþór Flöskum var grýtt í átt að íslenskri fjölskyldu í Brighton í Englandi þar sem mikill mannfjöldi var samankomin til þess að horfa á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á mánudaginn. Öryggisverðir vöru snöggir að grípa inn í og mynduðu hring utan um fjölskylduna.Frá þessu er greint á vef enska blaðsins Argus sem er staðarblaðið i Brighton. Þar segir að leikur Íslands og Englands hafi verið sýndur á stórum skjá á ströndinni í Brighton. Eftir að leik lauk og mannskarinn var að yfirgefa svæðið hafi einhverjir óprúttnir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins grýtt flöskum í átt að íslenskum foreldrum og börnum þeirra. „Allir voru að styðja sitt lið en í lok leiksins þegar ég leit til hliðar sá ég stuðningsmenn enska liðsins kasta flöskum í íslenska fjölskyldu,“ sagði Marie Clements sem varð vitni að athæfinu. „Ég sá ekki hvort að einhverjar flöskur hafi hæft vegna þess að öryggisverðirnir voru svo snöggir að hópast í kringum fjölskylduna.“ Lögregla var ekki kölluð til og enginn er talinn hafa orðið fyrir meiðslum. Clements telur að um einangrað atvik hafi verið að ræða. „Þetta róaðist frekar fljótt og ég held að flestir hafi ekki orðið varir við þetta. Þetta var líklega einangrað atvik en maður fann að það var spenna í loftinu,“ sagði Clements. Ljóst er að margir urðu ansi svekktir með að enska landsliðið datt út gegn Ísland og fékk landsliðið mikla útreið í enskum fjölmiðum eftir leikinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Flöskum var grýtt í átt að íslenskri fjölskyldu í Brighton í Englandi þar sem mikill mannfjöldi var samankomin til þess að horfa á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á mánudaginn. Öryggisverðir vöru snöggir að grípa inn í og mynduðu hring utan um fjölskylduna.Frá þessu er greint á vef enska blaðsins Argus sem er staðarblaðið i Brighton. Þar segir að leikur Íslands og Englands hafi verið sýndur á stórum skjá á ströndinni í Brighton. Eftir að leik lauk og mannskarinn var að yfirgefa svæðið hafi einhverjir óprúttnir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins grýtt flöskum í átt að íslenskum foreldrum og börnum þeirra. „Allir voru að styðja sitt lið en í lok leiksins þegar ég leit til hliðar sá ég stuðningsmenn enska liðsins kasta flöskum í íslenska fjölskyldu,“ sagði Marie Clements sem varð vitni að athæfinu. „Ég sá ekki hvort að einhverjar flöskur hafi hæft vegna þess að öryggisverðirnir voru svo snöggir að hópast í kringum fjölskylduna.“ Lögregla var ekki kölluð til og enginn er talinn hafa orðið fyrir meiðslum. Clements telur að um einangrað atvik hafi verið að ræða. „Þetta róaðist frekar fljótt og ég held að flestir hafi ekki orðið varir við þetta. Þetta var líklega einangrað atvik en maður fann að það var spenna í loftinu,“ sagði Clements. Ljóst er að margir urðu ansi svekktir með að enska landsliðið datt út gegn Ísland og fékk landsliðið mikla útreið í enskum fjölmiðum eftir leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
„Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47
Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15
Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30
The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29