Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2016 16:04 Frá innsetningu forseta árið 2012. vísir/vilhelm Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og hefur verið eins í öllum meginatriðum frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti við stofnun íslenska lýðveldisins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup þjónar fyrir altari en svo er yfirleitt annar prestur sem les predikun. Síðan færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishússins þar sem sjálf innsetningin fer fram. „Það þarf að taka út bekkina í þingsalnum þar sem þingmennirnir sitja. Það er nauðsynlegt vegna skipulags athafnarinnar og fjölda boðsgesta við innsetningarathöfnina“ segir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fastir boðsgestir eru alls um 200 talsins og það er því þétt setið einnig í hliðarsölum þinghússins. „Auk fastra boðsgesta, það er embættismanna, alþingismanna og annarra, á forseti á kost á að bjóða tilteknum fjölda gesta sem hann velur sjálfur. Nánustu fjölskyldu forsetans er auðvitað boðið og svo aðrir gestir sem hann tilnefnir,“ segir Ágúst. Forseti getur sett mark sitt á athöfnina ef hann óskar eftir því varðandi tónlistaratriði sem bæði eru við athöfnina í þinginu og í guðsþjónustunni. Forsætisráðuneytið hefur verkstjórn með undirbúningi athafnarinnar en allt er unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Alþingis og skrifstofu embættis forseta Íslands og fleiri aðila, að sögn Ágústs. Undirbúningur er einnig hafinn á Bessastöðum þangað sem nýr forseti mun flytja með fjölskyldu sína. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og hefur verið eins í öllum meginatriðum frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti við stofnun íslenska lýðveldisins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup þjónar fyrir altari en svo er yfirleitt annar prestur sem les predikun. Síðan færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishússins þar sem sjálf innsetningin fer fram. „Það þarf að taka út bekkina í þingsalnum þar sem þingmennirnir sitja. Það er nauðsynlegt vegna skipulags athafnarinnar og fjölda boðsgesta við innsetningarathöfnina“ segir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fastir boðsgestir eru alls um 200 talsins og það er því þétt setið einnig í hliðarsölum þinghússins. „Auk fastra boðsgesta, það er embættismanna, alþingismanna og annarra, á forseti á kost á að bjóða tilteknum fjölda gesta sem hann velur sjálfur. Nánustu fjölskyldu forsetans er auðvitað boðið og svo aðrir gestir sem hann tilnefnir,“ segir Ágúst. Forseti getur sett mark sitt á athöfnina ef hann óskar eftir því varðandi tónlistaratriði sem bæði eru við athöfnina í þinginu og í guðsþjónustunni. Forsætisráðuneytið hefur verkstjórn með undirbúningi athafnarinnar en allt er unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Alþingis og skrifstofu embættis forseta Íslands og fleiri aðila, að sögn Ágústs. Undirbúningur er einnig hafinn á Bessastöðum þangað sem nýr forseti mun flytja með fjölskyldu sína.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44