Guðna býðst að fræðast um forsetaembættið í Stjórnarráðsskólanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2016 21:00 Guðni Th. Jóhannesson ásamt fjölskyldu sinni á svölum heimilis þeirra á Seltjarnarnesi síðastliðinn sunnudag. vísir/anton brink Guðna Th. Jóhannessyni nýkjörnum forseta Íslands stendur til boða að fara á námskeið í Stjórnarráðsskólanum sem starfræktur hefur verið í forsætisráðuneytinu frá árinu 2010. „Þetta er eitthvað sem hefur aðeins komið til tals því við höfum verið að bjóða nýjum starfsmönnum í ráðuneytunum á námskeið sem og ráðherrum í ríkisstjórn og aðstoðarmönnum þeirra,“ segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Hann segir að Guðna hafi ekki verið formlega boðið í skólann en honum standi það til boða af hálfu forsætisráðuneytisins ef hann óskar eftir því. Það sé engin skólaskylda í Stjórnarráðsskólanum. „Ef það verður svona námskeið fyrir nýjan forseta þá á alveg eftir að taka ákvörðun um það hvaða efni verður á slíku námskeiði, það yrði náttúrulega sérsniðið að forsetaembættinu og ég vill nú ekki fara nánar út í það hvað yrði kennt á slíku námskeiði á þessari stundu.“ En nú er nýkjörinn forseti sérfræðingur í sögu embættisins. Ætli hann mynda læra mikið á svona námskeiði? „Við erum alltaf að læra og það gildir um okkur öll. Við áttum okkur á því að hann veit sjálfsagt meira um embætti forseta Íslands en við flest en það er nú samt þannig að suma hluti lærir maður einungis með því að gera þá sjálfur og vera í aðstæðunum, þar getum við ef til vill miðlað af reynslu okkar og þekkingu. Ef af verður þá verður þetta án vafa lærdómur og kennslustund fyrir báða aðila.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. 30. júní 2016 16:04 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Guðna Th. Jóhannessyni nýkjörnum forseta Íslands stendur til boða að fara á námskeið í Stjórnarráðsskólanum sem starfræktur hefur verið í forsætisráðuneytinu frá árinu 2010. „Þetta er eitthvað sem hefur aðeins komið til tals því við höfum verið að bjóða nýjum starfsmönnum í ráðuneytunum á námskeið sem og ráðherrum í ríkisstjórn og aðstoðarmönnum þeirra,“ segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Hann segir að Guðna hafi ekki verið formlega boðið í skólann en honum standi það til boða af hálfu forsætisráðuneytisins ef hann óskar eftir því. Það sé engin skólaskylda í Stjórnarráðsskólanum. „Ef það verður svona námskeið fyrir nýjan forseta þá á alveg eftir að taka ákvörðun um það hvaða efni verður á slíku námskeiði, það yrði náttúrulega sérsniðið að forsetaembættinu og ég vill nú ekki fara nánar út í það hvað yrði kennt á slíku námskeiði á þessari stundu.“ En nú er nýkjörinn forseti sérfræðingur í sögu embættisins. Ætli hann mynda læra mikið á svona námskeiði? „Við erum alltaf að læra og það gildir um okkur öll. Við áttum okkur á því að hann veit sjálfsagt meira um embætti forseta Íslands en við flest en það er nú samt þannig að suma hluti lærir maður einungis með því að gera þá sjálfur og vera í aðstæðunum, þar getum við ef til vill miðlað af reynslu okkar og þekkingu. Ef af verður þá verður þetta án vafa lærdómur og kennslustund fyrir báða aðila.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. 30. júní 2016 16:04 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. 30. júní 2016 16:04