Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2016 19:30 Myndir voru teknar af veggjunum á heimili Arons Einars Gunnarssonar á Akureyri til að systkinin gætu leikið sér með bolta. Landsliðsfyrirliðinn keppir við unnustu sína í öllu, meira að segja í kapphlaupi upp stiga. Blaðamaður hitti dyggustu stuðningsmenn landsliðsfyrirliðans í Annecy í Frakklandi. Fjölskylda Arons Einars hefur dvalið í franska bænum eins og landsliðið á meðan á EM hefur staðið og ferðast þaðan í leikina. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór.Keppa í öllu Nú í seinni tíð er það Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons, sem sér landsliðsfyrirliðanum fyrir keppni utan vallar. „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Foreldrarnir Gunnar og Jóna Emilía hafa alið upp landsmann í bæði handbolta, í tilfelli Arnórs Þórs, og fótbolta, í tilfelli Arons Einars. Hvert er leyndarmálið?Fylgdi strákunum eftir „Það er ósköp einfalt. Maður fylgdi þeim alltaf eftir. Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar. Eldri bróðir þeirra Arons og Arnórs hafi spilað stóran þátt enda alltaf að espa þá upp og gera at í þeim. Það voru bara íþróttir út í gegn. „Já, enda voru allar myndir teknar af veggjum. Maður leyfði þeim að djöflast inni á gangi, og það var bara bolti,“ segir Jóna Emilía. Öll fjölskyldan er bjartsýn fyrir lokaleikinn gegn Austurríki í París á miðvikudaginn. „Það er ógeðslega gaman að horfa á þessa gæja spila og ef við höldum áfram þá getum við alveg unnið þennan leik,“ segir Arnór Þór. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Myndir voru teknar af veggjunum á heimili Arons Einars Gunnarssonar á Akureyri til að systkinin gætu leikið sér með bolta. Landsliðsfyrirliðinn keppir við unnustu sína í öllu, meira að segja í kapphlaupi upp stiga. Blaðamaður hitti dyggustu stuðningsmenn landsliðsfyrirliðans í Annecy í Frakklandi. Fjölskylda Arons Einars hefur dvalið í franska bænum eins og landsliðið á meðan á EM hefur staðið og ferðast þaðan í leikina. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór.Keppa í öllu Nú í seinni tíð er það Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons, sem sér landsliðsfyrirliðanum fyrir keppni utan vallar. „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Foreldrarnir Gunnar og Jóna Emilía hafa alið upp landsmann í bæði handbolta, í tilfelli Arnórs Þórs, og fótbolta, í tilfelli Arons Einars. Hvert er leyndarmálið?Fylgdi strákunum eftir „Það er ósköp einfalt. Maður fylgdi þeim alltaf eftir. Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar. Eldri bróðir þeirra Arons og Arnórs hafi spilað stóran þátt enda alltaf að espa þá upp og gera at í þeim. Það voru bara íþróttir út í gegn. „Já, enda voru allar myndir teknar af veggjum. Maður leyfði þeim að djöflast inni á gangi, og það var bara bolti,“ segir Jóna Emilía. Öll fjölskyldan er bjartsýn fyrir lokaleikinn gegn Austurríki í París á miðvikudaginn. „Það er ógeðslega gaman að horfa á þessa gæja spila og ef við höldum áfram þá getum við alveg unnið þennan leik,“ segir Arnór Þór.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira