Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2016 20:45 Jamie Vardy á fleygiferð með boltann. Visir/Getty England endaði í öðru sæti B-riðils á EM í Frakklandi eftir markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í kvöld. Wales vann öruggan sigur á Rússlandi í hinum leik riðilsins og komst á toppinn. England mun því mæta liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðli, riðli Íslands, í 16-liða úrslitum keppninnar. Ísland er sem stendur í öðru sæti F-riðils og spilar gegn Austurríki á miðvikudag. Englendingar stjórnuðu leiknum gegn Slóvakíu í kvöld frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir fengu mun fleiri opin færi í fyrri hálfleik og voru klaufar að fara ekki inn til búningsklefa með forystu. Jamie Vardy komst í gott færi eftir að hafa sloppið einn í gegn og Jordan Henderson átti einnig hættulegt skotfæri í fyrri hálfleik en Matus Kozacik varði vel í bæði skiptin. Englendingar voru þar að auki nálægt því að búa til hættuleg færi en síðasta sendingin sveik þá oft. Roy Hodgson gerði sex breytingar á byrjunarliði Englands frá síðasta leik og kom fyrirliðinn Wayne Rooney inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik. Dele Alli og Harry Kane komu einnig inn á en eftir því sem leið á leikinn varð varnarmúr Slóvakíu þykkari og þykkari. Englendingum gekk afar illa að koma boltanum inn í teig og skapa hættuleg færi. Varnarmenn Slóvakíu hentu sér ítrekað fyrir tilraunir Englendinga og reyndi lítið á Kozacik í marki Slóvakíu í síðari hálfleiknum. Besta færið fékk Alli en skot hans var varið á línu. Enskir áhorfendur voru magnaðir á Stade Geoffroy Guichard í kvöld og hvöttu sína menn óspart áfram, sérstaklega undir lok leiksins. En þrátt fyrir þennan góða stuðning náðu ensku leikmennirnir ekki að finna þann kraft sem þurfti til að brjóta vörn Slóvakíu á bak aftur. Slóvakía endar því með fjögur stig í riðlinum en hefði liðið tapað hefði legið ljóst fyrir að Ísland myndi duga jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslitin úr F-riðli. Enda fögnuðu Slóvakar vel og innilega í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
England endaði í öðru sæti B-riðils á EM í Frakklandi eftir markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í kvöld. Wales vann öruggan sigur á Rússlandi í hinum leik riðilsins og komst á toppinn. England mun því mæta liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðli, riðli Íslands, í 16-liða úrslitum keppninnar. Ísland er sem stendur í öðru sæti F-riðils og spilar gegn Austurríki á miðvikudag. Englendingar stjórnuðu leiknum gegn Slóvakíu í kvöld frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir fengu mun fleiri opin færi í fyrri hálfleik og voru klaufar að fara ekki inn til búningsklefa með forystu. Jamie Vardy komst í gott færi eftir að hafa sloppið einn í gegn og Jordan Henderson átti einnig hættulegt skotfæri í fyrri hálfleik en Matus Kozacik varði vel í bæði skiptin. Englendingar voru þar að auki nálægt því að búa til hættuleg færi en síðasta sendingin sveik þá oft. Roy Hodgson gerði sex breytingar á byrjunarliði Englands frá síðasta leik og kom fyrirliðinn Wayne Rooney inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik. Dele Alli og Harry Kane komu einnig inn á en eftir því sem leið á leikinn varð varnarmúr Slóvakíu þykkari og þykkari. Englendingum gekk afar illa að koma boltanum inn í teig og skapa hættuleg færi. Varnarmenn Slóvakíu hentu sér ítrekað fyrir tilraunir Englendinga og reyndi lítið á Kozacik í marki Slóvakíu í síðari hálfleiknum. Besta færið fékk Alli en skot hans var varið á línu. Enskir áhorfendur voru magnaðir á Stade Geoffroy Guichard í kvöld og hvöttu sína menn óspart áfram, sérstaklega undir lok leiksins. En þrátt fyrir þennan góða stuðning náðu ensku leikmennirnir ekki að finna þann kraft sem þurfti til að brjóta vörn Slóvakíu á bak aftur. Slóvakía endar því með fjögur stig í riðlinum en hefði liðið tapað hefði legið ljóst fyrir að Ísland myndi duga jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslitin úr F-riðli. Enda fögnuðu Slóvakar vel og innilega í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira