EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2016 08:00 Byrjunarlið Íslands í leiknum á Stade de France í október árið 1999. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í leiknum. Vísir/Getty Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. Sæti í sextán liða úrslitum er undir og okkar menn ætla sér stóra hluti. Sigur fleytir strákunum áfram, jafntefli líklega sömuleiðis en vonin er veik verði niðurstaðan tap. Hugmyndin að íslenskt landslið komist í úrslitakeppni á stórmóti í knattspyrnu karla er svo fjarlæg. Það sem heldur trúnni hins vegar gangandi eru þessir strákar. Strákarnir sem fóru í umspil fyrir HM 2014 eftir frábæra undankeppni. Strákarnir sem unnu Holland heima og úti í síðustu undankeppni. Strákarnir sem pökkuðu Tyrkjum saman á heimavelli og sneru við töpuðum leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli af mikilli fagmennsku. Strákarnir sem gerðu jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á stórmóti. Strákarnir sem voru andartökum frá sigri gegn Ungverjum á sama móti. Þessir strákar geta allt. Þeir geta lagt hvaða lið sem er að velli, ég fer ekkert ofan af því. Austurríkismenn gætu orðið næsta bráð þeirra og það ætti ekki að koma neinum á óvart.Bjartsýni og svartsýni Enginn í hópi fjölmiðlamanna hér í Frakklandi er tilbúinn að fara heim eftir leikinn í París. Alla dreymir um að fagna sæti í sextán liða úrslitum í París og að ævintýrið haldi áfram. Sumir eru bjartsýnir en aðrir svartsýnir. Hinir bjartsýnu byggja á karakter og getu strákanna okkar en hinir svartsýnu eiga einfaldlega erfitt með að sjá sjá fyrir sér karlalandsliðið í sextán liða úrslitum á stórmóti. Það er auðveldara að vera svartsýnn og geta dottið í „I told you so“ stemninguna frekar en að gera sér háleitar vonir og verða fyrir miklum vonbrigðum. Strákarnir okkar tóku létta æfingu í gær að sögn Heimis Hallgrímssonar þjálfara. Okkar menn eru í endurheimt eftir leikina tvo en mestar áhyggjur eru af Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða sem glímir við meiðsli. Líkur eru á að hann æfi lítið fram að leiknum gegn Austurríki en verði þeim mun meira undir vökulu auga sjúkrateymisins og flýti fyrir endurheimt í ísböðum. Nærvera hans skiptir liðið öllu máli og óhætt að fullyrða að betur hefði gengið að halda boltanum innan liðsins í leikjunum tveimur á EM hefði Aron gengið heill til skógar. Á tíma mínum í Annecy hef ég verið svo heppinn að kynnast fjölskyldum tveggja af bestu leikmönnum okkar í dag, Alfreðs og Arons Einars. Það er alveg ljóst að baklandið sem drengirnir tveir hafa haft hefur skipt sköpum upp á hvar þeir eru í dag. Áhugi foreldra á iðkun barnanna og aðstoð skiptir öllu. Auðvitað eru þeir báðir metnaðarfullir, ákveðnir og hæfileikaríkir en fyrirtaksfjölskylda rammar þessa hluti inn og gefur drengjunum færi á að blómstra, sem þeir hafa báðir gert. Á mínum yngri árum man ég eftir fjölmörgum strákum sem sköruðu fram úr í fótbolta, og höfðu á sínum tíma mikla hæfileika og alla burði til að skara fram úr. En baklandið vantaði víða og er klárlega einn lykilþátturinn í möguleika íþróttafólks að ná langt.Ekkert „almost“ í þetta skiptið Strákarnir ferðast til Parísar í dag og æfa á Stade de France eftir hádegið þar sem leikurinn gegn Austurríki fer fram á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Strákarnir kalla eftir því að stuðningsmenn Íslands, sem hafa verið frábærir, mæti tímanlega á leikinn og hjálpi sér að komast í gírinn strax í upphitun. Leikvangurinn tekur rúmlega 80 þúsund manns í sæti og afar fáir í íslenska hópnum sem hafa spilað á svo stórum leikvangi. Á þessum sama velli mættum við þáverandi heimsmeisturum Frakka í eftirminnilegum leik í undankeppni EM 2000. „We almost beat them“ er setting seem oft er notuð um leikinn sem lauk með 3-2 tapi. Eftir leikinn á morgun getum við vonandi hætt að tala um leikinn á Stade de France sem við unnum næstum því og frekar minnst leiksins sem þess þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í sextán-liða úrslitum á stórmóti, í fyrstu tilraun.Að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum á Stade de France 9. október 1999. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira
Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. Sæti í sextán liða úrslitum er undir og okkar menn ætla sér stóra hluti. Sigur fleytir strákunum áfram, jafntefli líklega sömuleiðis en vonin er veik verði niðurstaðan tap. Hugmyndin að íslenskt landslið komist í úrslitakeppni á stórmóti í knattspyrnu karla er svo fjarlæg. Það sem heldur trúnni hins vegar gangandi eru þessir strákar. Strákarnir sem fóru í umspil fyrir HM 2014 eftir frábæra undankeppni. Strákarnir sem unnu Holland heima og úti í síðustu undankeppni. Strákarnir sem pökkuðu Tyrkjum saman á heimavelli og sneru við töpuðum leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli af mikilli fagmennsku. Strákarnir sem gerðu jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á stórmóti. Strákarnir sem voru andartökum frá sigri gegn Ungverjum á sama móti. Þessir strákar geta allt. Þeir geta lagt hvaða lið sem er að velli, ég fer ekkert ofan af því. Austurríkismenn gætu orðið næsta bráð þeirra og það ætti ekki að koma neinum á óvart.Bjartsýni og svartsýni Enginn í hópi fjölmiðlamanna hér í Frakklandi er tilbúinn að fara heim eftir leikinn í París. Alla dreymir um að fagna sæti í sextán liða úrslitum í París og að ævintýrið haldi áfram. Sumir eru bjartsýnir en aðrir svartsýnir. Hinir bjartsýnu byggja á karakter og getu strákanna okkar en hinir svartsýnu eiga einfaldlega erfitt með að sjá sjá fyrir sér karlalandsliðið í sextán liða úrslitum á stórmóti. Það er auðveldara að vera svartsýnn og geta dottið í „I told you so“ stemninguna frekar en að gera sér háleitar vonir og verða fyrir miklum vonbrigðum. Strákarnir okkar tóku létta æfingu í gær að sögn Heimis Hallgrímssonar þjálfara. Okkar menn eru í endurheimt eftir leikina tvo en mestar áhyggjur eru af Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða sem glímir við meiðsli. Líkur eru á að hann æfi lítið fram að leiknum gegn Austurríki en verði þeim mun meira undir vökulu auga sjúkrateymisins og flýti fyrir endurheimt í ísböðum. Nærvera hans skiptir liðið öllu máli og óhætt að fullyrða að betur hefði gengið að halda boltanum innan liðsins í leikjunum tveimur á EM hefði Aron gengið heill til skógar. Á tíma mínum í Annecy hef ég verið svo heppinn að kynnast fjölskyldum tveggja af bestu leikmönnum okkar í dag, Alfreðs og Arons Einars. Það er alveg ljóst að baklandið sem drengirnir tveir hafa haft hefur skipt sköpum upp á hvar þeir eru í dag. Áhugi foreldra á iðkun barnanna og aðstoð skiptir öllu. Auðvitað eru þeir báðir metnaðarfullir, ákveðnir og hæfileikaríkir en fyrirtaksfjölskylda rammar þessa hluti inn og gefur drengjunum færi á að blómstra, sem þeir hafa báðir gert. Á mínum yngri árum man ég eftir fjölmörgum strákum sem sköruðu fram úr í fótbolta, og höfðu á sínum tíma mikla hæfileika og alla burði til að skara fram úr. En baklandið vantaði víða og er klárlega einn lykilþátturinn í möguleika íþróttafólks að ná langt.Ekkert „almost“ í þetta skiptið Strákarnir ferðast til Parísar í dag og æfa á Stade de France eftir hádegið þar sem leikurinn gegn Austurríki fer fram á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Strákarnir kalla eftir því að stuðningsmenn Íslands, sem hafa verið frábærir, mæti tímanlega á leikinn og hjálpi sér að komast í gírinn strax í upphitun. Leikvangurinn tekur rúmlega 80 þúsund manns í sæti og afar fáir í íslenska hópnum sem hafa spilað á svo stórum leikvangi. Á þessum sama velli mættum við þáverandi heimsmeisturum Frakka í eftirminnilegum leik í undankeppni EM 2000. „We almost beat them“ er setting seem oft er notuð um leikinn sem lauk með 3-2 tapi. Eftir leikinn á morgun getum við vonandi hætt að tala um leikinn á Stade de France sem við unnum næstum því og frekar minnst leiksins sem þess þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í sextán-liða úrslitum á stórmóti, í fyrstu tilraun.Að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum á Stade de France 9. október 1999.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira