Hodgson: Get ekki leynt vonbrigðum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2016 21:45 Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í B-riðli EM í Frakklandi. Úrslitin þýða að England endaði í öðru sæti riðilsins og er öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Englendingar munu leika við liðið sem endar í öðru sæti F-riðils, riðli Íslands. „Við fengum færin og voru miklu meira með boltann. En við náðum ekki að skora og ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með það,“ sagði Hodgson eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta muni koma. Við erum með leikmenn sem geta skorað og munu skora.“ Hodgson tók við fáum spurningum frá ensku pressunni og varðist þeim, ef honum fannst að í þeim fælist gagnrýni. Hann var til dæmis spurður hvort það hefði verið of mikil áhætta að gera sex breytingar á byrjunarliðinu, sem hann gerði fyrir leikinn í kvöld. „Hvað hefði breyst? Hefði Wayne Rooney skorað ef hann hefði spilað frá upphafi? Hann kom inn á, Harry Kane og Dele Alli komu inn á. Það er ekki hægt að stilla þessu svona upp. Þessir leikmenn komu allir inn á og við sóttum stíft allt til loka.“ „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við vorum betri í öllum þremur leikjunum okkar í riðlinum og við höfum verið gagnrýndir fyrir að nýta ekki færin okkar. Ég get ekkert sagt við því.“ Hann var líka spurður um frammistöðu Jack Wilshere en Hodgson sagði þá að í spurningunni fælist sú staðhæfing að hann hefði ekki staðið sig vel með landsliðinu að undanförnu. „Ég tel að hann sé frábær leikmaður sem mun nýtast hópnum afar vel. Það er ljóst að hann var ekki besti maðurinn á vellinum en þú hefðir allt eins getað spurt mig um frammistöðu Jordan Henderson eða Nathaniel Clyne, sem voru frábærir.“ Hann segir reiðubúinn að mæta hvaða lið sem er úr F-riðli í 16-liða úrslitunum. „En við vitum líka að það lið sem við mætum mun fá erfiðan leik gegn okkur,“ bætti hann við. „Og kannski fáum við lið sem sækir gegn okkur og við getum því fengið tækifæri til að sýna að við erum líka gott skyndisóknarlið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00 Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í B-riðli EM í Frakklandi. Úrslitin þýða að England endaði í öðru sæti riðilsins og er öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Englendingar munu leika við liðið sem endar í öðru sæti F-riðils, riðli Íslands. „Við fengum færin og voru miklu meira með boltann. En við náðum ekki að skora og ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með það,“ sagði Hodgson eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta muni koma. Við erum með leikmenn sem geta skorað og munu skora.“ Hodgson tók við fáum spurningum frá ensku pressunni og varðist þeim, ef honum fannst að í þeim fælist gagnrýni. Hann var til dæmis spurður hvort það hefði verið of mikil áhætta að gera sex breytingar á byrjunarliðinu, sem hann gerði fyrir leikinn í kvöld. „Hvað hefði breyst? Hefði Wayne Rooney skorað ef hann hefði spilað frá upphafi? Hann kom inn á, Harry Kane og Dele Alli komu inn á. Það er ekki hægt að stilla þessu svona upp. Þessir leikmenn komu allir inn á og við sóttum stíft allt til loka.“ „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við vorum betri í öllum þremur leikjunum okkar í riðlinum og við höfum verið gagnrýndir fyrir að nýta ekki færin okkar. Ég get ekkert sagt við því.“ Hann var líka spurður um frammistöðu Jack Wilshere en Hodgson sagði þá að í spurningunni fælist sú staðhæfing að hann hefði ekki staðið sig vel með landsliðinu að undanförnu. „Ég tel að hann sé frábær leikmaður sem mun nýtast hópnum afar vel. Það er ljóst að hann var ekki besti maðurinn á vellinum en þú hefðir allt eins getað spurt mig um frammistöðu Jordan Henderson eða Nathaniel Clyne, sem voru frábærir.“ Hann segir reiðubúinn að mæta hvaða lið sem er úr F-riðli í 16-liða úrslitunum. „En við vitum líka að það lið sem við mætum mun fá erfiðan leik gegn okkur,“ bætti hann við. „Og kannski fáum við lið sem sækir gegn okkur og við getum því fengið tækifæri til að sýna að við erum líka gott skyndisóknarlið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00 Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00
Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45