Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 11:30 Frændurnir og vinirnir Jason Orri Geirsson, Ólafur Atli Malmquist, Ívar Bjarki Malmquist, Benedikt T. Malmquist og Fannar Daði Malmquist skarta hér allir derhúfum sem eru vel merktar númeri Arons Einars í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti