Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 11:30 Frændurnir og vinirnir Jason Orri Geirsson, Ólafur Atli Malmquist, Ívar Bjarki Malmquist, Benedikt T. Malmquist og Fannar Daði Malmquist skarta hér allir derhúfum sem eru vel merktar númeri Arons Einars í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
„Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00