Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 17:45 Jakub Blaszczykowski fagnar marki sínu. Vísir/EPA Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira