„Lítið um að vera í veðrinu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2016 10:33 Hlýjast verður norðaustantil á landinu Mynd/Skjáskot Veðurstofan spáir ágætu veðri víðast hvar á landinu í dag. Lítið er um að vera í veðrinu líkt og veðurfræðingur orðar það í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofu Íslands. Búast má við keimlíku veðri út vikuna. „Það er hægur vindur á landinu þessa dagana og lítið um að vera í veðrinu. Nú í morgunsárið er þokuloft allvíða við strendur landsins, en það ætti að rofa til þegar líður á morguninn og hiti hækkar. Suðaustan- og austanlands er dálítil væta fram eftir degi, annars bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum. Á morgun verður keimlíkt veður, nema það léttir heldur til fyrir austan þó skúrirnir láti einnig sjá sig þar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður á bilinu 9-18 stig, svalast austan en þar mun þó hlýna á morgun. Skýjað verður suðaustan- og austanlands í dag en víðast hvar annarsstaðar má búast við góðu veðri. Hlýjast verður á Norðausturlandi en reikna má með 17 stiga hita á Akureyri í dag. „Á föstudag er áfram lítið um að vera í veðrinu, hægur vindur og víða bjart, en um kvöldið lítur út fyrir dálitla rigningu sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Ísland mætir Austurríki á EM í Frakklandi klukkan fjögur í dag og vel ætti að viðra til þess að horfa á leikinn utandyra. Á Akureyri verður sérstakt EM-torg á Ráðhústorgi auk þess sem að EM-torgið á Ingólfsstorgi í Reykjavík verður á sínum stað.Veðurhorfur næstu dagaÍ dag, miðvikudagAustlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Að mestu skýjað suðaustan- og austanlands og dálítil rigning eða súld þar í dag, en rofar til á morgun. Hiti 9 til 18 stig, svalast austast, en hlýnar þar á morgun.Á föstudag:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og víða bjartviðri, en þykknar upp og fer að rigna Vestantil á landinu. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað og súld eða dálítil rigning í fyrstu, en léttir til fyrir norðan og austan. Vaxandi suðaustanátt og rigning suðvestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinuÁ sunnudag og mánudag:Suðlæg átt, rigning eða skúrir og hiti 8 til 13 stig. Úrkomulítið norðaustantil á landinu og hiti 13 til 18 stig.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt og víða skúrir, hiti 8 til 15 stig. Veður Tengdar fréttir Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Veðurstofan spáir ágætu veðri víðast hvar á landinu í dag. Lítið er um að vera í veðrinu líkt og veðurfræðingur orðar það í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofu Íslands. Búast má við keimlíku veðri út vikuna. „Það er hægur vindur á landinu þessa dagana og lítið um að vera í veðrinu. Nú í morgunsárið er þokuloft allvíða við strendur landsins, en það ætti að rofa til þegar líður á morguninn og hiti hækkar. Suðaustan- og austanlands er dálítil væta fram eftir degi, annars bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum. Á morgun verður keimlíkt veður, nema það léttir heldur til fyrir austan þó skúrirnir láti einnig sjá sig þar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður á bilinu 9-18 stig, svalast austan en þar mun þó hlýna á morgun. Skýjað verður suðaustan- og austanlands í dag en víðast hvar annarsstaðar má búast við góðu veðri. Hlýjast verður á Norðausturlandi en reikna má með 17 stiga hita á Akureyri í dag. „Á föstudag er áfram lítið um að vera í veðrinu, hægur vindur og víða bjart, en um kvöldið lítur út fyrir dálitla rigningu sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Ísland mætir Austurríki á EM í Frakklandi klukkan fjögur í dag og vel ætti að viðra til þess að horfa á leikinn utandyra. Á Akureyri verður sérstakt EM-torg á Ráðhústorgi auk þess sem að EM-torgið á Ingólfsstorgi í Reykjavík verður á sínum stað.Veðurhorfur næstu dagaÍ dag, miðvikudagAustlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Að mestu skýjað suðaustan- og austanlands og dálítil rigning eða súld þar í dag, en rofar til á morgun. Hiti 9 til 18 stig, svalast austast, en hlýnar þar á morgun.Á föstudag:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og víða bjartviðri, en þykknar upp og fer að rigna Vestantil á landinu. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað og súld eða dálítil rigning í fyrstu, en léttir til fyrir norðan og austan. Vaxandi suðaustanátt og rigning suðvestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinuÁ sunnudag og mánudag:Suðlæg átt, rigning eða skúrir og hiti 8 til 13 stig. Úrkomulítið norðaustantil á landinu og hiti 13 til 18 stig.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt og víða skúrir, hiti 8 til 15 stig.
Veður Tengdar fréttir Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44