„Lítið um að vera í veðrinu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2016 10:33 Hlýjast verður norðaustantil á landinu Mynd/Skjáskot Veðurstofan spáir ágætu veðri víðast hvar á landinu í dag. Lítið er um að vera í veðrinu líkt og veðurfræðingur orðar það í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofu Íslands. Búast má við keimlíku veðri út vikuna. „Það er hægur vindur á landinu þessa dagana og lítið um að vera í veðrinu. Nú í morgunsárið er þokuloft allvíða við strendur landsins, en það ætti að rofa til þegar líður á morguninn og hiti hækkar. Suðaustan- og austanlands er dálítil væta fram eftir degi, annars bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum. Á morgun verður keimlíkt veður, nema það léttir heldur til fyrir austan þó skúrirnir láti einnig sjá sig þar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður á bilinu 9-18 stig, svalast austan en þar mun þó hlýna á morgun. Skýjað verður suðaustan- og austanlands í dag en víðast hvar annarsstaðar má búast við góðu veðri. Hlýjast verður á Norðausturlandi en reikna má með 17 stiga hita á Akureyri í dag. „Á föstudag er áfram lítið um að vera í veðrinu, hægur vindur og víða bjart, en um kvöldið lítur út fyrir dálitla rigningu sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Ísland mætir Austurríki á EM í Frakklandi klukkan fjögur í dag og vel ætti að viðra til þess að horfa á leikinn utandyra. Á Akureyri verður sérstakt EM-torg á Ráðhústorgi auk þess sem að EM-torgið á Ingólfsstorgi í Reykjavík verður á sínum stað.Veðurhorfur næstu dagaÍ dag, miðvikudagAustlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Að mestu skýjað suðaustan- og austanlands og dálítil rigning eða súld þar í dag, en rofar til á morgun. Hiti 9 til 18 stig, svalast austast, en hlýnar þar á morgun.Á föstudag:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og víða bjartviðri, en þykknar upp og fer að rigna Vestantil á landinu. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað og súld eða dálítil rigning í fyrstu, en léttir til fyrir norðan og austan. Vaxandi suðaustanátt og rigning suðvestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinuÁ sunnudag og mánudag:Suðlæg átt, rigning eða skúrir og hiti 8 til 13 stig. Úrkomulítið norðaustantil á landinu og hiti 13 til 18 stig.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt og víða skúrir, hiti 8 til 15 stig. Veður Tengdar fréttir Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Veðurstofan spáir ágætu veðri víðast hvar á landinu í dag. Lítið er um að vera í veðrinu líkt og veðurfræðingur orðar það í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofu Íslands. Búast má við keimlíku veðri út vikuna. „Það er hægur vindur á landinu þessa dagana og lítið um að vera í veðrinu. Nú í morgunsárið er þokuloft allvíða við strendur landsins, en það ætti að rofa til þegar líður á morguninn og hiti hækkar. Suðaustan- og austanlands er dálítil væta fram eftir degi, annars bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum. Á morgun verður keimlíkt veður, nema það léttir heldur til fyrir austan þó skúrirnir láti einnig sjá sig þar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður á bilinu 9-18 stig, svalast austan en þar mun þó hlýna á morgun. Skýjað verður suðaustan- og austanlands í dag en víðast hvar annarsstaðar má búast við góðu veðri. Hlýjast verður á Norðausturlandi en reikna má með 17 stiga hita á Akureyri í dag. „Á föstudag er áfram lítið um að vera í veðrinu, hægur vindur og víða bjart, en um kvöldið lítur út fyrir dálitla rigningu sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Ísland mætir Austurríki á EM í Frakklandi klukkan fjögur í dag og vel ætti að viðra til þess að horfa á leikinn utandyra. Á Akureyri verður sérstakt EM-torg á Ráðhústorgi auk þess sem að EM-torgið á Ingólfsstorgi í Reykjavík verður á sínum stað.Veðurhorfur næstu dagaÍ dag, miðvikudagAustlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Að mestu skýjað suðaustan- og austanlands og dálítil rigning eða súld þar í dag, en rofar til á morgun. Hiti 9 til 18 stig, svalast austast, en hlýnar þar á morgun.Á föstudag:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og víða bjartviðri, en þykknar upp og fer að rigna Vestantil á landinu. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað og súld eða dálítil rigning í fyrstu, en léttir til fyrir norðan og austan. Vaxandi suðaustanátt og rigning suðvestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinuÁ sunnudag og mánudag:Suðlæg átt, rigning eða skúrir og hiti 8 til 13 stig. Úrkomulítið norðaustantil á landinu og hiti 13 til 18 stig.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt og víða skúrir, hiti 8 til 15 stig.
Veður Tengdar fréttir Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44