Íslendingar eru ennþá að jafna sig og ná áttum eftir ógleymanlegt kvöld á Stade de France í París. Framundan er leikur gegn Englandi í Nice á mánudaginn í sextán liða úrslitum EM í fótbolta.
EM í dag sendir út frá morgunlest á leiðinni frá París til Annecy þar sem strákarnir munu dvelja fram að leiknum í Nice.
Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Þór Þórðarson gera upp leikinn í gær eftir fjögurra tíma svefn, rifja upp augnablikin í leiknum þar sem allir tóku andköf og kvikmyndin um hundinn Beethoven kemur eðlilega við sögu.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á
Facebook
,
Twitter
og Snapchat (sport365).
