Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 11:30 Wayne Rooney er fyrirliði Englands í dag. vísir/epa Íslenska landsiðið í fótbolta mætir því enska í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice á mánudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir að strákarnir okkar unnu Austurríki á Stade de France í gær og tryggðu sér annað sætið í F-riðli. England missti af fysta sætinu í B-riðli í lokaumferðinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu en líklega eru enskir bara hæstánægðir með þau úrslit í dag. Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum á fótboltavellinum og í bæði skiptin var um vináttuleik að ræða. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Laugardalsvelli árið 1982 en svo vann England annan vináttuleik liðanna á City of Manchester Stadium í Manchester, 6-1, í júní 2004. Enska landsliðið var þá að undirbúa sig fyrir EM 2004 í Portúgal en á þessum tíma var Wayne Rooney skærasta ungstirnið sem komið hafði upp í enskum fótbolta. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra með frábæru skoti sem Árni Gautur Arason réð ekki við. Rooney fór svo með enska liðinu á EM og var alveg frábær en hann meiddist í undanúrslitunum þar sem England féll að sjálfsögðu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn gestgjöfum Portúgals. Þessi leikur Englands og Íslands var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast. Wayne Rooney er í dag fyrirliði enska landsliðsins og markahæstur þess í sögunni en hann mun leiða England út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið. Markið hans magnaða fyrir tólf árum má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).It's 12 years since #ENG's last game against #ISL – a 6-1 win in which @WayneRooney scored twice. https://t.co/xt5nQ2yXSA— England (@England) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 "Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Íslenska landsiðið í fótbolta mætir því enska í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice á mánudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir að strákarnir okkar unnu Austurríki á Stade de France í gær og tryggðu sér annað sætið í F-riðli. England missti af fysta sætinu í B-riðli í lokaumferðinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu en líklega eru enskir bara hæstánægðir með þau úrslit í dag. Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum á fótboltavellinum og í bæði skiptin var um vináttuleik að ræða. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Laugardalsvelli árið 1982 en svo vann England annan vináttuleik liðanna á City of Manchester Stadium í Manchester, 6-1, í júní 2004. Enska landsliðið var þá að undirbúa sig fyrir EM 2004 í Portúgal en á þessum tíma var Wayne Rooney skærasta ungstirnið sem komið hafði upp í enskum fótbolta. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra með frábæru skoti sem Árni Gautur Arason réð ekki við. Rooney fór svo með enska liðinu á EM og var alveg frábær en hann meiddist í undanúrslitunum þar sem England féll að sjálfsögðu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn gestgjöfum Portúgals. Þessi leikur Englands og Íslands var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast. Wayne Rooney er í dag fyrirliði enska landsliðsins og markahæstur þess í sögunni en hann mun leiða England út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið. Markið hans magnaða fyrir tólf árum má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).It's 12 years since #ENG's last game against #ISL – a 6-1 win in which @WayneRooney scored twice. https://t.co/xt5nQ2yXSA— England (@England) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 "Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47
EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31
"Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00