Hvert einasta smáblóm María Bjarnadóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 Enska orðið Nursery þýðir bæði leikskóli og gróðrarstöð. Þetta er varla tilviljun enda starfsemin á báðum stöðum eðlislík og snýst um að hlúa að græðlingum svo að þeir vaxi og dafni. Sumir þurfa mikla aðhlynningu og næringu á meðan harðgerari tegundir þrífast í einföldum aðstæðum. Englendingar sinna plönturæktun með svipuðu sniði og Íslendingar, en hafa farið aðeins aðrar leiðir við að rækta börnin sín. Leikskólar og frístundaheimili eru ekki hluti af starfsemi sveitarfélaga. Foreldrar greiða kostnaðarverð fyrir svoleiðis lúxus á meðan Íslendingar velta fyrir sér upphæð frístundakorta. Skipulegt íþróttastarf eins og fótbolti er óskylt sveitarfélögum og á sér stað á forsendum einkarekstrar eða foreldraframtaks. Hugtakið hverfisíþróttafélag er hluti af fortíðarþrá Englendinga sem eru komnir yfir miðjan aldur. Þó að enn vanti upp á að sinna mikilvægum sjaldgæfari græðlingum, er fjármögnun og fyrirkomulag á umönnun barna samfélagsverkefni á Íslandi. Kerfið stefnir að því að næra hvert einasta smáblóm sem á okkar hjartans skeri vex. Um þetta er einstök samstaða. Dæmi: annars staðar skipuleggja fjölskyldur ekki sumarfríin sín í kringum fótboltamót barna. Það er viðeigandi að tala um okkar menn eða strákana okkar í Frakklandi. Það væri jafnvel viðeigandi að tala um uppskeru. Árangur karlalandsliðsins er ekki bara tilviljun eða heppni. Það er afurð ákvarðana og forgangsröðunar foreldra, kjósenda og stjórnmálafólks um hvernig verður best hlúð að helstu náttúruauðlind Íslendinga; börnum.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Enska orðið Nursery þýðir bæði leikskóli og gróðrarstöð. Þetta er varla tilviljun enda starfsemin á báðum stöðum eðlislík og snýst um að hlúa að græðlingum svo að þeir vaxi og dafni. Sumir þurfa mikla aðhlynningu og næringu á meðan harðgerari tegundir þrífast í einföldum aðstæðum. Englendingar sinna plönturæktun með svipuðu sniði og Íslendingar, en hafa farið aðeins aðrar leiðir við að rækta börnin sín. Leikskólar og frístundaheimili eru ekki hluti af starfsemi sveitarfélaga. Foreldrar greiða kostnaðarverð fyrir svoleiðis lúxus á meðan Íslendingar velta fyrir sér upphæð frístundakorta. Skipulegt íþróttastarf eins og fótbolti er óskylt sveitarfélögum og á sér stað á forsendum einkarekstrar eða foreldraframtaks. Hugtakið hverfisíþróttafélag er hluti af fortíðarþrá Englendinga sem eru komnir yfir miðjan aldur. Þó að enn vanti upp á að sinna mikilvægum sjaldgæfari græðlingum, er fjármögnun og fyrirkomulag á umönnun barna samfélagsverkefni á Íslandi. Kerfið stefnir að því að næra hvert einasta smáblóm sem á okkar hjartans skeri vex. Um þetta er einstök samstaða. Dæmi: annars staðar skipuleggja fjölskyldur ekki sumarfríin sín í kringum fótboltamót barna. Það er viðeigandi að tala um okkar menn eða strákana okkar í Frakklandi. Það væri jafnvel viðeigandi að tala um uppskeru. Árangur karlalandsliðsins er ekki bara tilviljun eða heppni. Það er afurð ákvarðana og forgangsröðunar foreldra, kjósenda og stjórnmálafólks um hvernig verður best hlúð að helstu náttúruauðlind Íslendinga; börnum.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun