Kjörstaður fyrir forsetakosningarnar opnaður í Annecy Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2016 16:43 Jón Daði Böðvarsson og Eiður Smári Guðjohnsen spila snóker á hótelinu í Annecy. Ef þeir eiga eftir að kjósa geta þeir gert það í fjallabænum fallega á morgun. vísir/vilhelm Opnaður verður kjörstaður í Annecy í kvöld þar sem strákarnir okkar dvelja á meðan keppni á EM fer fram. Það er gert til þess að þeir landsliðsmenn sem eigi eftir að kjósa í forsetakosningunum sem fram fara á laugardag geti gert það en auk þeirra dvelja margir fjölmiðlamenn í Annecy auk einhverra vina og fjölskyldna strákanna okkar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er hægt að kjósa víða í Frakklandi en mikilvægt er að hafa í huga að fólk þarf sjálft að sjá um að koma atkvæðinu sínu á kjörstað í réttu kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á laugardaginn. Það þarf því að finna einhvern sem er á leiðinni heim til Íslands á morgun eða laugardag sem getur tekið atkvæðið fyrir mann og komið því á réttan stað. Þannig hafa stuðningsmenn Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda tekið sig saman um að aðstoða stuðningsfólk landsliðsins við að koma utankjörstaðaratkvæðunum til Íslands og á réttan stað. Þeir hvetja Íslendinga í Frakklandi til að kjósa í sendiráðinu í París eða í Annecy og koma svo umslaginu til stuðningsmanns á heimleið. Stuðningsfólk Höllu mun svo koma þeim umslögunum sem berast á rétta kjörstaði. Í samtali við Vísi segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að það hafi verið stöðugur straumur af fólki í sendiráðinu í París í dag sem kom til að kjósa en hér á heimasíðu utanríkisráðuneytisins má nálgast upplýsingar um alla kjörstaði í Frakklandi. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Kosningaþátttakan það sem er mest spennandi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir forskot Guðna Th. draga úr spennu fyrir komandi forsetakosningnar. 23. júní 2016 15:30 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Opnaður verður kjörstaður í Annecy í kvöld þar sem strákarnir okkar dvelja á meðan keppni á EM fer fram. Það er gert til þess að þeir landsliðsmenn sem eigi eftir að kjósa í forsetakosningunum sem fram fara á laugardag geti gert það en auk þeirra dvelja margir fjölmiðlamenn í Annecy auk einhverra vina og fjölskyldna strákanna okkar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er hægt að kjósa víða í Frakklandi en mikilvægt er að hafa í huga að fólk þarf sjálft að sjá um að koma atkvæðinu sínu á kjörstað í réttu kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á laugardaginn. Það þarf því að finna einhvern sem er á leiðinni heim til Íslands á morgun eða laugardag sem getur tekið atkvæðið fyrir mann og komið því á réttan stað. Þannig hafa stuðningsmenn Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda tekið sig saman um að aðstoða stuðningsfólk landsliðsins við að koma utankjörstaðaratkvæðunum til Íslands og á réttan stað. Þeir hvetja Íslendinga í Frakklandi til að kjósa í sendiráðinu í París eða í Annecy og koma svo umslaginu til stuðningsmanns á heimleið. Stuðningsfólk Höllu mun svo koma þeim umslögunum sem berast á rétta kjörstaði. Í samtali við Vísi segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að það hafi verið stöðugur straumur af fólki í sendiráðinu í París í dag sem kom til að kjósa en hér á heimasíðu utanríkisráðuneytisins má nálgast upplýsingar um alla kjörstaði í Frakklandi.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Kosningaþátttakan það sem er mest spennandi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir forskot Guðna Th. draga úr spennu fyrir komandi forsetakosningnar. 23. júní 2016 15:30 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Kosningaþátttakan það sem er mest spennandi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir forskot Guðna Th. draga úr spennu fyrir komandi forsetakosningnar. 23. júní 2016 15:30
Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00