Halla Tómasdóttir bætir miklu fylgi við sig í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en þar mælist hún með stuðning 19,6 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnuninni og bætir við sig tíu prósentustigum frá könnuninni í síðustu viku.
„Þetta er ekki búið fyrr en að feita konan syngur og ég get alveg staðið undir því,“ sagði Halla í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í kvöld. Vitnaði hún til dramatísks sigur íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki á EM í Frakklandi í gær.
„Ég var á Ingólfstorgi í gær og ég var ekki viss um að við höfum trúað því í eina mínútu að við myndum vinna leikinn en þremur sekúndum fyrir leikslok gerðum við það. Ég ætla að spila leikinn alla leið og það á ekki að blása hann af fyrr en leikurinn er búinn,“ sagði Halla.
Halla: Ekki búið fyrr en að feita konan syngur
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent




Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent
