Líkur á dræmri kjörsókn vegna EM Sveinn Arnarson skrifar 24. júní 2016 06:00 Utankjörfundaratkvæði eru meðal annars greidd í Perlunni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Svo gæti farið að kjörsókn verði í sögulegu lágmarki á morgun þegar þjóðin kýs nýjan forseta. Margvíslegir aðskildir en samverkandi þættir geta haft áhrif á kjörsóknina sem hefur farið dvínandi síðustu ár. Til dæmis segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, að Evrópumótið í knattspyrnu sem og lítil spenna í kosningunum geti haft áhrif á kjörsóknina. Grétar Þór er einn þeirra sem rannsakað hafa kjörsókn Íslendinga. „Íslendingar hafa ætíð sýnt mikla og góða kosningaþátttöku og hefur hún verið með því hæsta sem við þekkjum í hinum vestræna heimi. Samt sem áður hafa vísbendingar verið um að kjörsókn sé á niðurleið og hafa síðustu kosningar sýnt minni kjörsókn en við höfum átt að venjast,“ segir Grétar Þór. „Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var til að mynda sögulega léleg þátttaka eða rétt rúm 66 prósent.“ Grétar telur þessa þróun ekki stöðvast í kosningunum á morgun heldur telur hann líklegt að við sjáum kjörsókn undir 65 prósentum. „Síðustu vikur hefur lítil umræða farið fram um forsetakosningarnar miðað við oft áður. EM í knattspyrnu hefur haft þar vinninginn. Einnig eru gríðarlega margir sem eru annaðhvort að hugsa sér að fara til Frakklands eða þá eru þar nú þegar og hafa ekki kosið,“ segir Grétar Þór. „Það er einnig lítil spenna í kosningunum og einn maður verið með gríðarmikið forskot allt frá því að hann lýsti yfir framboði.“ Að mati Grétars er líklegt að ungir kjósendur séu ólíklegri til að fara á kjörstað að þessu sinni og kjósa. Einnig virðist það vera þannig að konur eru líklegri til að nýta atkvæðisrétt sinn en karlar. „Þó það hafi lítil áhrif á heildarúrslitin gæti það orðið til þess að Davíð nái öðru sætinu í þessum kosningum þar sem eldra fólk er meira á hans bandi en þeir sem yngri eru sem styðja þá Andra Snæ og Höllu. Það gæti verið spenna um hvar þau endi,“ segir Grétar Þór.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00 „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28 Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57 Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Svo gæti farið að kjörsókn verði í sögulegu lágmarki á morgun þegar þjóðin kýs nýjan forseta. Margvíslegir aðskildir en samverkandi þættir geta haft áhrif á kjörsóknina sem hefur farið dvínandi síðustu ár. Til dæmis segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, að Evrópumótið í knattspyrnu sem og lítil spenna í kosningunum geti haft áhrif á kjörsóknina. Grétar Þór er einn þeirra sem rannsakað hafa kjörsókn Íslendinga. „Íslendingar hafa ætíð sýnt mikla og góða kosningaþátttöku og hefur hún verið með því hæsta sem við þekkjum í hinum vestræna heimi. Samt sem áður hafa vísbendingar verið um að kjörsókn sé á niðurleið og hafa síðustu kosningar sýnt minni kjörsókn en við höfum átt að venjast,“ segir Grétar Þór. „Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var til að mynda sögulega léleg þátttaka eða rétt rúm 66 prósent.“ Grétar telur þessa þróun ekki stöðvast í kosningunum á morgun heldur telur hann líklegt að við sjáum kjörsókn undir 65 prósentum. „Síðustu vikur hefur lítil umræða farið fram um forsetakosningarnar miðað við oft áður. EM í knattspyrnu hefur haft þar vinninginn. Einnig eru gríðarlega margir sem eru annaðhvort að hugsa sér að fara til Frakklands eða þá eru þar nú þegar og hafa ekki kosið,“ segir Grétar Þór. „Það er einnig lítil spenna í kosningunum og einn maður verið með gríðarmikið forskot allt frá því að hann lýsti yfir framboði.“ Að mati Grétars er líklegt að ungir kjósendur séu ólíklegri til að fara á kjörstað að þessu sinni og kjósa. Einnig virðist það vera þannig að konur eru líklegri til að nýta atkvæðisrétt sinn en karlar. „Þó það hafi lítil áhrif á heildarúrslitin gæti það orðið til þess að Davíð nái öðru sætinu í þessum kosningum þar sem eldra fólk er meira á hans bandi en þeir sem yngri eru sem styðja þá Andra Snæ og Höllu. Það gæti verið spenna um hvar þau endi,“ segir Grétar Þór.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00 „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28 Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57 Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00
„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28
Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57
Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44