KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2016 07:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09
Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55