Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 09:55 Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. Vísir/Andri Marinó Seðlabanki Íslands reiknar með að áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á íslenskan efnahag og fjármálamarkað verði líklegast neikvæð en þó ekki veruleg. Þetta kemur fram í minnisblaði sem bankinn sendi stjórnvöldum á Íslandi í vikunni og endurbirtir nú vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í gær. Sem kunnugt er, samþykkti naumur meirihluti Breta að yfirgefa sambandið eftir 43 ára veru þar. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland verði sennilega lítillega neikvæð og lýsi sér helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. „Áhætta sem snýr að íslenskum bönkum og fjármálakerfinu í heild er lítil,“ segir í minnisblaðinu. „Endurfjármögnun ríkissjóðs gæti orðið fyrir áhrifum af hærri vaxtaálögum til skamms tíma en þar sem þörfin er ekki brýn mætti bíða með útgáfu þar til markaðir hafa róast og áhættusækni eykst að nýju.“ Jafnframt segir Seðlabankinn að dreifð gjaldmiðlaeign og góð lausafjárstaða geri bankann vel í stakk búinn til þess að takast á við mögulegar neikvæðar hliðarverkanir á fjármálamarkaði eða greiðslumiðlun. Þó segir í minnisblaðinu að samdráttur í landsframleiðslu helstu viðskiptalanda Íslands í kjölfar útgöngu Breta og minna umfang heimsviðskipta myndi líklega hafa einhver neikvæð áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Gæti hún orðið um 0,2 prósent minni en ella samkvæmt mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) en erfitt sé þó að meta slíkt. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Seðlabanki Íslands reiknar með að áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á íslenskan efnahag og fjármálamarkað verði líklegast neikvæð en þó ekki veruleg. Þetta kemur fram í minnisblaði sem bankinn sendi stjórnvöldum á Íslandi í vikunni og endurbirtir nú vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í gær. Sem kunnugt er, samþykkti naumur meirihluti Breta að yfirgefa sambandið eftir 43 ára veru þar. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland verði sennilega lítillega neikvæð og lýsi sér helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. „Áhætta sem snýr að íslenskum bönkum og fjármálakerfinu í heild er lítil,“ segir í minnisblaðinu. „Endurfjármögnun ríkissjóðs gæti orðið fyrir áhrifum af hærri vaxtaálögum til skamms tíma en þar sem þörfin er ekki brýn mætti bíða með útgáfu þar til markaðir hafa róast og áhættusækni eykst að nýju.“ Jafnframt segir Seðlabankinn að dreifð gjaldmiðlaeign og góð lausafjárstaða geri bankann vel í stakk búinn til þess að takast á við mögulegar neikvæðar hliðarverkanir á fjármálamarkaði eða greiðslumiðlun. Þó segir í minnisblaðinu að samdráttur í landsframleiðslu helstu viðskiptalanda Íslands í kjölfar útgöngu Breta og minna umfang heimsviðskipta myndi líklega hafa einhver neikvæð áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Gæti hún orðið um 0,2 prósent minni en ella samkvæmt mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) en erfitt sé þó að meta slíkt.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46