Viðskipti innlent

Hlutabréfamarkaðurinn hér heima tekur dýfu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Markaðurinn hér heima hefur tekið dýfu.
Markaðurinn hér heima hefur tekið dýfu.
Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur tekið skarpa dýfu niður á við í dag og má væntanlega rekja það til niðurstöðu Brexit-kosningarinnar. Hlutabréf í Icelandair Group hafa lækkað mest eða um 6,06 prósent í 684 milljón króna viðskiptum.

Gengi bréfa í HB Granda hafa lækkað um 4,31 prósent í 150 milljóna króna viðskiptum sem hafa átt sér stað núna klukkan 15.09.

Gengi bréfa í Marel lækkar um 5,4 prósent í 790 milljóna króna viðskiptum. Eimskip lækkar svo um 2,2 prósent í 197 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan OMXI hefur samtals lækkað um 3,93 prósent og ekkert fyrirtæki hefur hækkað.

Markaðir hafa víða í heiminum tekið dýfu í dag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×