Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 24. júní 2016 22:44 Bjarni Guðjónsson er í líklega eftirsóttasta starfinu í íslenskum fótbolta en því fylgir mikil pressa. vísir/anton Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira