Elísabet búin að kjósa: "Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2016 13:42 Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. Vísir/Anton Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00