Innlent

Kjörsókn betri en í síðustu kosningum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kjörsókn er betri nú en árið 2012.
Kjörsókn er betri nú en árið 2012. vísir/anton brink
Mun fleiri hafa kosið í Reykjavík í forsetakosningunum nú heldur en árið 2012. Þannig höfðu 40.870 kosið í Reykjavík klukkan 18 í dag en á sama tíma árið 2012 höfðu 35.813 greitt atkvæði.

Í Suðvesturkjördæmi, sem gjarnan er kallað Kraginn, höfðu 27.947 kosið klukkan 17 eða 41,4 prósent kosningabærra manna. Er það mun meiri kjörsókn en í kosningunum 2012 þegar 22.410 manns höfðu kosið eða 36,1 prósent.

Þá höfðu 46,94 prósent kjósenda í Suðurkjördæmi kosið klukkan 18 samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn og klukkan 18 höfðu 6.125 Akureyringar kosið í Norðausturkjördæmi eða sem samsvarar 44,19 prósent. Er það á pari við kjörsókn á sama tíma árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×