Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 20:11 Höllu Tómasdóttur leið stundum í kosningabaráttu sinni eins og skoðanakannanir væru allt að því hannaðar þegar hún var að mælast með hvað minnst fylgi til að byrja með. Þetta sagði Halla Tómasdóttir í kosningavakt Stöðvar 2 þar sem hún var spurð út í fylgisaukningu sína. Halla mældist til að byrja með undir 2,5 prósenta fylgi en hefur bætt við sig jafnt og stöðugt undanfarnar vikur og mældist nú í síðustu könnunum fyrir kosningadag með tæp tuttugu prósenta fylgi. Halla sagði að frá upphafi hafi hennar framboð ákveðið að fara í þessa baráttu með heiðarleika og virðingu að leiðarljósi en það hafi reynst erfitt á köflum að sögn Höllu þegar fyrstu kannanir tóku að birtast. Sagði Halla að sér virtist á tímum eins og kannanirnar væru allt að því hannaðar. „Og alls ekki mér í vil.“Sjónvarpið skiptir máli Spurð hvað valdi þessari fylgisaukningu sagði hún að það hafi skipt miklu máli að fá tækifæri í sjónvarpi. „Bara það að ég hef fengið tækifæri til að fara fyrir framan fólk og sjónvarpsskjárinn skiptir miklu máli en það skilar sér ef maður er að einhverju af einlægni,“ sagði Halla. Þá sagði hún skipta máli að vera þjóðþekktur en margir hefðu nefnt við sig áður en hún færi í framboð að það ætti eftir að reynast henni erfitt að vera ekki þjóðþekkt. „Það hjálpar að vera heimsfrægur á Íslandi,“ sagði Halla en hún sagðist hafa talað persónulega við fjölmarga á ferðalagi sínu um landið og það skili sér en sé seinlegt og áhrifaríkara að einhverju leyti að ræða við fólkið í gegnum sjónvarpsskjá því annars sér erfitt að ná til allra.Var ekki að stökkva í fyrsta sinn í sjónvarp Guðni Th. Jóhannesson var á sama tíma í kosningavakt Stöðvar 2 og Halla en hann sagði það ugglaust hafa skipt máli að fólk hafi þekkt sig úr sjónvarpi. Hann tók þó fram að hann hefði ekki verið að stökkva í fyrsta skiptið í sjónvarpið í kringum Panama-storminn, þegar hann var fenginn til að útskýra pólitískar vendingar í tengslum við ákvörðun Ólafs Ragnars Grímsson forseta Íslands að hafna þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra. „Ég hef verið virkur að kynna og miðla mínum rannsóknum. Þótt ég hafi verið oft í sjónvarpinu og fréttatímanum þá var ég ekki alveg að koma frá því að enginn þekkti mig. Svo held ég að ég hafi notið þess að það urðu sveiflur í framboðsmálum. Davíð Oddson kom inn og svo hvarf Ólafur Ragnar á braut. Hún hjálpaði mér all nokkuð held ég. Það hefur verið þannig að ég hef fengið fylgi úr öllum hópum ef marka má skoðanakannanir og það veldur því að fylgið hélst sæmilega stöðugt,“ sagði Guðni.Mikið sótt á hann Guðni sagði sjálfur að hann hefði oft verið stressaður í kosningabaráttunni og mikið sótt á hann. Hann hefði þurft að svara fyrir þorskastríðið og Icesave og ekki mikið geta lagt áherslur á framtíðarhorfur. Hann sagði þó að hann hefði metið svo að hann yrði að svara því sem væri borið á hann því annars ætti hann á hættu að vera sakaður um að þora ekki að svara erfiðum málum. Hann sagði einnig að hann hefði ekkert haft á móti því að kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum en hann hefur dalað nokkuð í fylgi síðustu vikur. Hann sagði að þegar miklu forskoti er náð þá sé hætta á að menni falli of mikið til baka og fari að verja það, fremur en að sækja. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00 Guðni búinn að kjósa: "Lýðræðið eigum við að meta framar öðru“ Guðni Th. Jóhannesson kom ásamt eiginkonu sinni og börnum í sína kjördeild í morgun og kaus. 25. júní 2016 10:21 Halla kaus í Smáranum: Velti því fyrir sér hvort hún ætti að kjósa annan "Það er kannski konan í mér,“ sagði Halla Tómasdóttir glöð og þakklát á kjördag. 25. júní 2016 13:55 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Höllu Tómasdóttur leið stundum í kosningabaráttu sinni eins og skoðanakannanir væru allt að því hannaðar þegar hún var að mælast með hvað minnst fylgi til að byrja með. Þetta sagði Halla Tómasdóttir í kosningavakt Stöðvar 2 þar sem hún var spurð út í fylgisaukningu sína. Halla mældist til að byrja með undir 2,5 prósenta fylgi en hefur bætt við sig jafnt og stöðugt undanfarnar vikur og mældist nú í síðustu könnunum fyrir kosningadag með tæp tuttugu prósenta fylgi. Halla sagði að frá upphafi hafi hennar framboð ákveðið að fara í þessa baráttu með heiðarleika og virðingu að leiðarljósi en það hafi reynst erfitt á köflum að sögn Höllu þegar fyrstu kannanir tóku að birtast. Sagði Halla að sér virtist á tímum eins og kannanirnar væru allt að því hannaðar. „Og alls ekki mér í vil.“Sjónvarpið skiptir máli Spurð hvað valdi þessari fylgisaukningu sagði hún að það hafi skipt miklu máli að fá tækifæri í sjónvarpi. „Bara það að ég hef fengið tækifæri til að fara fyrir framan fólk og sjónvarpsskjárinn skiptir miklu máli en það skilar sér ef maður er að einhverju af einlægni,“ sagði Halla. Þá sagði hún skipta máli að vera þjóðþekktur en margir hefðu nefnt við sig áður en hún færi í framboð að það ætti eftir að reynast henni erfitt að vera ekki þjóðþekkt. „Það hjálpar að vera heimsfrægur á Íslandi,“ sagði Halla en hún sagðist hafa talað persónulega við fjölmarga á ferðalagi sínu um landið og það skili sér en sé seinlegt og áhrifaríkara að einhverju leyti að ræða við fólkið í gegnum sjónvarpsskjá því annars sér erfitt að ná til allra.Var ekki að stökkva í fyrsta sinn í sjónvarp Guðni Th. Jóhannesson var á sama tíma í kosningavakt Stöðvar 2 og Halla en hann sagði það ugglaust hafa skipt máli að fólk hafi þekkt sig úr sjónvarpi. Hann tók þó fram að hann hefði ekki verið að stökkva í fyrsta skiptið í sjónvarpið í kringum Panama-storminn, þegar hann var fenginn til að útskýra pólitískar vendingar í tengslum við ákvörðun Ólafs Ragnars Grímsson forseta Íslands að hafna þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra. „Ég hef verið virkur að kynna og miðla mínum rannsóknum. Þótt ég hafi verið oft í sjónvarpinu og fréttatímanum þá var ég ekki alveg að koma frá því að enginn þekkti mig. Svo held ég að ég hafi notið þess að það urðu sveiflur í framboðsmálum. Davíð Oddson kom inn og svo hvarf Ólafur Ragnar á braut. Hún hjálpaði mér all nokkuð held ég. Það hefur verið þannig að ég hef fengið fylgi úr öllum hópum ef marka má skoðanakannanir og það veldur því að fylgið hélst sæmilega stöðugt,“ sagði Guðni.Mikið sótt á hann Guðni sagði sjálfur að hann hefði oft verið stressaður í kosningabaráttunni og mikið sótt á hann. Hann hefði þurft að svara fyrir þorskastríðið og Icesave og ekki mikið geta lagt áherslur á framtíðarhorfur. Hann sagði þó að hann hefði metið svo að hann yrði að svara því sem væri borið á hann því annars ætti hann á hættu að vera sakaður um að þora ekki að svara erfiðum málum. Hann sagði einnig að hann hefði ekkert haft á móti því að kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum en hann hefur dalað nokkuð í fylgi síðustu vikur. Hann sagði að þegar miklu forskoti er náð þá sé hætta á að menni falli of mikið til baka og fari að verja það, fremur en að sækja.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00 Guðni búinn að kjósa: "Lýðræðið eigum við að meta framar öðru“ Guðni Th. Jóhannesson kom ásamt eiginkonu sinni og börnum í sína kjördeild í morgun og kaus. 25. júní 2016 10:21 Halla kaus í Smáranum: Velti því fyrir sér hvort hún ætti að kjósa annan "Það er kannski konan í mér,“ sagði Halla Tómasdóttir glöð og þakklát á kjördag. 25. júní 2016 13:55 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00
Guðni búinn að kjósa: "Lýðræðið eigum við að meta framar öðru“ Guðni Th. Jóhannesson kom ásamt eiginkonu sinni og börnum í sína kjördeild í morgun og kaus. 25. júní 2016 10:21
Halla kaus í Smáranum: Velti því fyrir sér hvort hún ætti að kjósa annan "Það er kannski konan í mér,“ sagði Halla Tómasdóttir glöð og þakklát á kjördag. 25. júní 2016 13:55