Innlent

Kosningavakt Stöðvar 2: Hnallþórurnar og brauðterturnar runnu út hjá Guðna í dag

Sunna Kristín Hilmarsdótitr skrifar
Rætt var við stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar á kosningavakt Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kosningakaffi var í kosningamiðstöð Guðna í dag og þar var stöðugur straumur af fólki. Borðin svignuðu undan veitingunum:

„Það voru hnallþórur eins og þær gerast bestar og brauðterturnar. Ég er sérlega ánægð með hvað er lítið eftir því þetta er síðasti dagurinn og ekkert gott að eiga mikið óklárað,“ sagði Helga Steinunn stuðningsmaður Guðna í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fyrr í kvöld.



Sjá einnig: Forsetakosningarnar 2016 í beinni


Þetta er í fyrsta skipti sem Helga Steinunn tekur þátt í kosningabaráttu og hún segir að það hafi verið mjög gaman.

„Ég hef aðallega unnið hér í kosningamiðstöðinni að Laugavegi en kosningavakan verður reyndar ekki hér heldur hefst hún svona upp úr klukkan níu á Grand Hótel.“

Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×