„Ég hef ekki ennþá mætt Guðna til að ræða framtíðarsýn“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 21:26 Andri Snær Magnason er á því að kosningabaráttan hafi aldrei hafist. Þetta sagði hann í kosningavakt Stöðvar 2 þar sem hann og Davíð Oddsson ræddu málin nú þegar kosningabaráttunni er nánast lokið. Andri Snær sagði að þessar níu manna raðir sem hefðu stundum verið settar upp af fjölmiðlum, þar sem allir frambjóðendur mættust í einu, hefðu ekki verið að gera sig að sum leyti og aldrei hefði átt sér stað raunverulegt samtal innan hóps frambjóðenda um eðli embættisins. „Ég hef ekki ennþá mætt Guðna (Th. Jóhannessyni) til að ræða framtíðarsýn. Hver ágreiningsmunur okkar er um embættið,“ sagði Andri Snær og nefndi sem dæmi að Guðni vill standa fyrir utan umræðuna sem forseti en Andri telur ekki neikvætt að hafa tekið þátt í samfélags umræðu. Andri Snær sagði til að mynda hafa lagt fram skýra sýn um loftlagsmál sem Guðni á að sögn Andra að hafa vísað af borðinu því það ætti ekki heima undir embætti forseta.Erfitt að skamma sjónvarpsstöðvar Davíð sagði erfitt fyrir frambjóðendur að skamma sjónvarpsstöðvarnar því það væri eflaust fyrir þær að koma níu frambjóðendum fyrir. Hann sagði að hann hefði viljað sjá meira samráð með stöðvunum, til að mynda var dregið um raðir en enginn fulltrúi framboða viðstaddur þá. Andri Snær sagði að verið sé að velja forseta til næstu fjögurra ára en lítið sé vitað um hann, hvaða mál mun forsetinn tala fyrir erlendis, hvar eru hans styrkleikar varðandi tengslanet út í heim og hvaða þræði vill hann draga heim. Þetta var vitað þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin og Ólafur Ragnar Grímsson að sögn Andra Snæs.Þriðjungur hvers viðtals fór í skoðanakönnun Talið barst að skoðanakönnunum og sagðist Andri snær velta þeim fyrir sér út frá Höllu Tómasdóttur. Hún væri frambærilegur frambjóðandi en mælst undir 2,5 prósentum til að byrja með og þá ekki búin að mæta í sjónvarpið. Á þeim tíma hefðu fjölmiðlar strax verið farnir að spyrja hvort viðkomandi frambjóðandi sem mælist með lítið fylgi ætli ekki að draga framboð sitt til baka. Hver einasta umræða að sögn Andra Snæs hófst á skoðanakönnunum og þriðjungur hvers viðtals fór í viðbragð við þeim. Davíð sagðist vera hlynntur því að menn gætu keypt skoðanakannanir en var sammála því að umræðan snerist full mikið um þær. Davíð nefndi könnun félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist nokkrum dögum fyrir kosningar. Þar voru 55 prósent óákveðnir og fannst Davíð það að hluta óábyrgt að draga svo mikla ályktun út frá þeirri niðurstöðu sem blasti við. Andri Snær sagði að fylgið hefði hreyfst mest þegar menn mættu í sjónvarp. Þó hann hefði átt góð innslög í útvarpi og með góða grein í dagblaði þá náði það ekki að gera jafn mikið og að mæta í sjónvarp.Erfitt að meta vægi samfélagsmiðla Þeir sögðu erfitt að meta hvert vægi samfélagsmiðla væri í þessari kosningu, hvort þeir væru að ná til þess fólks sem væri ekki að fylgjast með þeim þar. Andri nefndi að á Facebook-inu sínu væri hann með allt að 96 prósenta kosningu og sagði þetta til marks um nýjan veruleika þar sem fólk býr í sinni kúlu og styrkist þar í sinni sjálfsmynd.Erfitt að kjósa um sumar Davíð nefndi að þegar hann var á þingi og kannski búið að takast harkalega á um lok þings þá hitti hann fólk á Austurvelli loksins þegar hann losnaði út og þá var spurt: Hvað, ertu ekki löngu kominn í sumarfrí. Þá hafi hann komist að því að fólk er með hugann við allt annað en pólitík á miðju sumri og erfitt sé að ná til fólks á þessum árstíma þegar það er að plana sumarbústaðaferðir og reyna að njóta þessa stutta sumars sem Íslendingar hafa. „Í júlí slokknar á okkur sem pólitískum verum,“ sagði Andri Snær og sagði að meira segja í mestu umhverfisbaráttunni byrjuðu menn að grilla í júlí. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00 Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Guðni Th. Jóhannesson sagði að hann hefði ekki haft neitt á mót því ef kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum. 25. júní 2016 20:11 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Andri Snær Magnason er á því að kosningabaráttan hafi aldrei hafist. Þetta sagði hann í kosningavakt Stöðvar 2 þar sem hann og Davíð Oddsson ræddu málin nú þegar kosningabaráttunni er nánast lokið. Andri Snær sagði að þessar níu manna raðir sem hefðu stundum verið settar upp af fjölmiðlum, þar sem allir frambjóðendur mættust í einu, hefðu ekki verið að gera sig að sum leyti og aldrei hefði átt sér stað raunverulegt samtal innan hóps frambjóðenda um eðli embættisins. „Ég hef ekki ennþá mætt Guðna (Th. Jóhannessyni) til að ræða framtíðarsýn. Hver ágreiningsmunur okkar er um embættið,“ sagði Andri Snær og nefndi sem dæmi að Guðni vill standa fyrir utan umræðuna sem forseti en Andri telur ekki neikvætt að hafa tekið þátt í samfélags umræðu. Andri Snær sagði til að mynda hafa lagt fram skýra sýn um loftlagsmál sem Guðni á að sögn Andra að hafa vísað af borðinu því það ætti ekki heima undir embætti forseta.Erfitt að skamma sjónvarpsstöðvar Davíð sagði erfitt fyrir frambjóðendur að skamma sjónvarpsstöðvarnar því það væri eflaust fyrir þær að koma níu frambjóðendum fyrir. Hann sagði að hann hefði viljað sjá meira samráð með stöðvunum, til að mynda var dregið um raðir en enginn fulltrúi framboða viðstaddur þá. Andri Snær sagði að verið sé að velja forseta til næstu fjögurra ára en lítið sé vitað um hann, hvaða mál mun forsetinn tala fyrir erlendis, hvar eru hans styrkleikar varðandi tengslanet út í heim og hvaða þræði vill hann draga heim. Þetta var vitað þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin og Ólafur Ragnar Grímsson að sögn Andra Snæs.Þriðjungur hvers viðtals fór í skoðanakönnun Talið barst að skoðanakönnunum og sagðist Andri snær velta þeim fyrir sér út frá Höllu Tómasdóttur. Hún væri frambærilegur frambjóðandi en mælst undir 2,5 prósentum til að byrja með og þá ekki búin að mæta í sjónvarpið. Á þeim tíma hefðu fjölmiðlar strax verið farnir að spyrja hvort viðkomandi frambjóðandi sem mælist með lítið fylgi ætli ekki að draga framboð sitt til baka. Hver einasta umræða að sögn Andra Snæs hófst á skoðanakönnunum og þriðjungur hvers viðtals fór í viðbragð við þeim. Davíð sagðist vera hlynntur því að menn gætu keypt skoðanakannanir en var sammála því að umræðan snerist full mikið um þær. Davíð nefndi könnun félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist nokkrum dögum fyrir kosningar. Þar voru 55 prósent óákveðnir og fannst Davíð það að hluta óábyrgt að draga svo mikla ályktun út frá þeirri niðurstöðu sem blasti við. Andri Snær sagði að fylgið hefði hreyfst mest þegar menn mættu í sjónvarp. Þó hann hefði átt góð innslög í útvarpi og með góða grein í dagblaði þá náði það ekki að gera jafn mikið og að mæta í sjónvarp.Erfitt að meta vægi samfélagsmiðla Þeir sögðu erfitt að meta hvert vægi samfélagsmiðla væri í þessari kosningu, hvort þeir væru að ná til þess fólks sem væri ekki að fylgjast með þeim þar. Andri nefndi að á Facebook-inu sínu væri hann með allt að 96 prósenta kosningu og sagði þetta til marks um nýjan veruleika þar sem fólk býr í sinni kúlu og styrkist þar í sinni sjálfsmynd.Erfitt að kjósa um sumar Davíð nefndi að þegar hann var á þingi og kannski búið að takast harkalega á um lok þings þá hitti hann fólk á Austurvelli loksins þegar hann losnaði út og þá var spurt: Hvað, ertu ekki löngu kominn í sumarfrí. Þá hafi hann komist að því að fólk er með hugann við allt annað en pólitík á miðju sumri og erfitt sé að ná til fólks á þessum árstíma þegar það er að plana sumarbústaðaferðir og reyna að njóta þessa stutta sumars sem Íslendingar hafa. „Í júlí slokknar á okkur sem pólitískum verum,“ sagði Andri Snær og sagði að meira segja í mestu umhverfisbaráttunni byrjuðu menn að grilla í júlí.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00 Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Guðni Th. Jóhannesson sagði að hann hefði ekki haft neitt á mót því ef kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum. 25. júní 2016 20:11 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00
Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Guðni Th. Jóhannesson sagði að hann hefði ekki haft neitt á mót því ef kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum. 25. júní 2016 20:11