Innlent

Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Halla Tómasdóttir ásamt fjölskyldu sinni á kosningavökunni.
Halla Tómasdóttir ásamt fjölskyldu sinni á kosningavökunni. vísir/anton brink
„Nú verðið þið að hætta ef ég á ekki að fara að gráta,“ sagði Halla Tómasdóttir klökk undir dynjandi lófaklappi stuðningsmanna sinna þegar hún mætti á sína eigin kosningavöku.

Miðað við fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verður Halla í öðru sæti frambjóðendanna níu í kjöri til forseta Íslands. Lengi vel mældist Halla með afar lítið fylgi en eftir því sem á leið sótti hún í sig veðrið og virðist nú vega með um þrjátíu prósent á landsvísu.

„Við lögðum af stað viðvangingar í framboðsmálum og höfðum fjögur G að leiðarljósi. Það var gagn, gleði og gagnsæi um allar spurningar sem myndu vakna því þannig myndar maður traust. Og við ætluðum að taka „girl-power“ á þetta alla leið.“

Halla sagði að það orð sem væri henni efst í huga væri þakklæti. Hún væri þakklát fyrir þroskann sem fólst í framboðsferlinu og fyrir börnin sín sem höfðu staðið sig eins og hetjur. Þá var hún þakklát fyrir manninn sinn og sagði að engin kona væri betur gift. Þá velti hún upp þeim möguleika að skrifa bók sem gæti borið heitið „Frá „Ætlarðu að hætta?“ yfir í 30%“. Frambjóðandinn sagði að hún myndi taka við möguleikum á titlum í allt kvöld.?

„Kæru vinir. Þetta er ekki tími fyrir ræðuhöld. Til hamingju Guðni og Eliza, þið verðið ykkur og þjóð til sóma. Ég, og við, munum styðja við ykkur á hvern þann hátt sem ég get og gera það heilshugar,“ sagði Halla Tómasdóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×