Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:40 Ólafur Ragnar gaf verðandi forseta heilræði í beinni útsendingu. vísir/anton „Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19