Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. júní 2016 13:15 „Þetta er einstök tilfinning. Þegar ég hóf baráttuna þá vissi ég að þetta gæti orðið niðurstaðan svo ég var búinn undir hana,“ sagði nýr forseti, Guðni Th. Jóhannesson, í morgunsárið. Guðni tók á móti fjölmiðlamönnum í morgun. Guðni sagði meðal annars að stóran hluta baráttunnar hafi hann verið með mikið fylgi og hann hafi alltaf grunað að svo gæti farið að hann myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir að nær dróg kjördegi hafi sú niðurstaða sífellt orðið líklegri. Síðustu daga fyrir kjördag sótti Halla Tómasdóttir mjög að honum og þegar fyrstu tölur voru kynntar í gær, úr Suðurkjördæmi, munaði aðeins um prósenti á þeim. „Þá kom fát á mig. Ég vissi að Halla hafði sótt mjög á, skiljanlega, og ég sá fyrir mér að munurinn milli okkar yrði ekki eins mikill og kannanir höfðu sýnt. En að það yrði svona hnífjafnt, það hafði ég ekki séð fyrir mér.“ Framundan hjá nýkjörnum forseta eru fleiri viðtöl í dag og hylling forseta fyrir utan heimili hans klukkan 16 í dag. Að henni lokinni fær Guðni „langþráð frí í nokkra klukkutíma“ áður en hann heldur út til Frakklands að horfa á leik Íslands og England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.Börnin spenntari yfir afmæliskökunni „Ég er mjög spennt,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. „Það hefur verið mjög gaman að ferðast um landið undanfarnar sex vikur og nú hlakka ég til framtíðarinnar og að flytja.“ Eliza og Guðni eiga saman fjögur ung börn en það elsta er fætt árið 2007. Eliza segir að börnin hafi ekki enn áttað sig á því hvað hafi gerst. „Þau eru í raun spenntari fyrir því að í dag er afmælisdagur pabba þeirra. Hér er risastór kaka og hún er meira spennandi forsetaembættið.“ Guðni hyggst undirbúa sig fyrir nýja embættið með því að tala við fólk, hlusta á það og þiggja af því ráð. „Svo ætla ég að leggja línur með sjálfum mér og öðrum. Ég þarf að undirbúa mig fyrir þingkosningarnar í haust þar sem væntanlega verða stjórnarskipti. Það er mikilvægt að sá sem gegnir embættinu hafi tilfinningu hvað sé líklegast að fólk vilji innan þings og utan þess og að hann búi svo um hnútana að slík skipti gangi eins greitt fyrir sig og mögulega er unnt.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
„Þetta er einstök tilfinning. Þegar ég hóf baráttuna þá vissi ég að þetta gæti orðið niðurstaðan svo ég var búinn undir hana,“ sagði nýr forseti, Guðni Th. Jóhannesson, í morgunsárið. Guðni tók á móti fjölmiðlamönnum í morgun. Guðni sagði meðal annars að stóran hluta baráttunnar hafi hann verið með mikið fylgi og hann hafi alltaf grunað að svo gæti farið að hann myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir að nær dróg kjördegi hafi sú niðurstaða sífellt orðið líklegri. Síðustu daga fyrir kjördag sótti Halla Tómasdóttir mjög að honum og þegar fyrstu tölur voru kynntar í gær, úr Suðurkjördæmi, munaði aðeins um prósenti á þeim. „Þá kom fát á mig. Ég vissi að Halla hafði sótt mjög á, skiljanlega, og ég sá fyrir mér að munurinn milli okkar yrði ekki eins mikill og kannanir höfðu sýnt. En að það yrði svona hnífjafnt, það hafði ég ekki séð fyrir mér.“ Framundan hjá nýkjörnum forseta eru fleiri viðtöl í dag og hylling forseta fyrir utan heimili hans klukkan 16 í dag. Að henni lokinni fær Guðni „langþráð frí í nokkra klukkutíma“ áður en hann heldur út til Frakklands að horfa á leik Íslands og England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.Börnin spenntari yfir afmæliskökunni „Ég er mjög spennt,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. „Það hefur verið mjög gaman að ferðast um landið undanfarnar sex vikur og nú hlakka ég til framtíðarinnar og að flytja.“ Eliza og Guðni eiga saman fjögur ung börn en það elsta er fætt árið 2007. Eliza segir að börnin hafi ekki enn áttað sig á því hvað hafi gerst. „Þau eru í raun spenntari fyrir því að í dag er afmælisdagur pabba þeirra. Hér er risastór kaka og hún er meira spennandi forsetaembættið.“ Guðni hyggst undirbúa sig fyrir nýja embættið með því að tala við fólk, hlusta á það og þiggja af því ráð. „Svo ætla ég að leggja línur með sjálfum mér og öðrum. Ég þarf að undirbúa mig fyrir þingkosningarnar í haust þar sem væntanlega verða stjórnarskipti. Það er mikilvægt að sá sem gegnir embættinu hafi tilfinningu hvað sé líklegast að fólk vilji innan þings og utan þess og að hann búi svo um hnútana að slík skipti gangi eins greitt fyrir sig og mögulega er unnt.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44