Nýir Evrópumeistarar verða krýndir því Ítalir sendu Spánverja heim | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2016 17:45 Giorgio Chiellini fagnar marki sínu. Vísir/EPA Spánverjar verða ekki Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð því meistarar síðustu tveggja Evrópumóta eru úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-0 tap á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum á Stade de France í kvöld. Ítalir voru miklu betri í leiknum og Spánverjar geta þakkað markverði sínum David De Gea fyrir að spennan hélst í leiknum allan tímann. Ítalir gulltryggðu ekki sigurinn fyrr en í uppbótartíma leiksins. Það var varnarmaðurinn Giorgio Chiellini sem skoraði fyrra markið á 33. mínútu þegar hann fylgdi á eftir fastri aukaspyrnu sem David De Gea hafði varið frá Éder. Graziano Pellè gerði síðan út um leikinn í uppbótartíma alveg eins og hann gerði á móti Belgum. Pellè fékk boltann frá Matteo Darmian og afgreiddi hann í markið. Gianluigi Buffon fékk ekki mikið að gera fram eftir öllum leiknum en varði mjög vel á lokakaflanum þegar Spánverjar juku pressuna. Spænska liðið var ekki búið að tapa í fjórtán leikjum í röð í úrslitakeppni EM fyrir tapið á móti Króatíu í lokaumferð riðilsins en var nú að tapa sínum öðrum leik í röð. Það var fátt sem minnti á það að þarna færi ríkjandi Evrópumeistarar en Ítalir tryggðu sér með þessum sigri leik á móti heimsmeisturum Þýskalands í átta liða úrslitunum.1-0 fyrir Ítalíu MARK! Chiellini fylgir eftir aukaspyrnu og kemur #ITA yfir gegn #ESP! #EMÍsland https://t.co/PSW9T2EYf1— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Seinna mark Ítala og sigurinn í höfn Ítalía bætir við marki í uppbótartíma og slá Spánverja út 2-0. #EMÍsland #ESP #ITA https://t.co/ssjcjcvekf— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira
Spánverjar verða ekki Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð því meistarar síðustu tveggja Evrópumóta eru úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-0 tap á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum á Stade de France í kvöld. Ítalir voru miklu betri í leiknum og Spánverjar geta þakkað markverði sínum David De Gea fyrir að spennan hélst í leiknum allan tímann. Ítalir gulltryggðu ekki sigurinn fyrr en í uppbótartíma leiksins. Það var varnarmaðurinn Giorgio Chiellini sem skoraði fyrra markið á 33. mínútu þegar hann fylgdi á eftir fastri aukaspyrnu sem David De Gea hafði varið frá Éder. Graziano Pellè gerði síðan út um leikinn í uppbótartíma alveg eins og hann gerði á móti Belgum. Pellè fékk boltann frá Matteo Darmian og afgreiddi hann í markið. Gianluigi Buffon fékk ekki mikið að gera fram eftir öllum leiknum en varði mjög vel á lokakaflanum þegar Spánverjar juku pressuna. Spænska liðið var ekki búið að tapa í fjórtán leikjum í röð í úrslitakeppni EM fyrir tapið á móti Króatíu í lokaumferð riðilsins en var nú að tapa sínum öðrum leik í röð. Það var fátt sem minnti á það að þarna færi ríkjandi Evrópumeistarar en Ítalir tryggðu sér með þessum sigri leik á móti heimsmeisturum Þýskalands í átta liða úrslitunum.1-0 fyrir Ítalíu MARK! Chiellini fylgir eftir aukaspyrnu og kemur #ITA yfir gegn #ESP! #EMÍsland https://t.co/PSW9T2EYf1— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Seinna mark Ítala og sigurinn í höfn Ítalía bætir við marki í uppbótartíma og slá Spánverja út 2-0. #EMÍsland #ESP #ITA https://t.co/ssjcjcvekf— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira