Forsetar og frúr saman í Nice Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 13:24 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff á Nice í dag. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45