Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2016 14:37 Strákarnir taka fagnið með stuðningsmönnunum eftir leikinn í gær. vísir Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54
Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15