Ekkert bendir til saknæmi Clinton í tengslum við árás í Benghazi 2012 Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2016 14:40 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tengslum við árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í líbísku borginni Benghazi í september 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en rannsóknin hefur verið ein tímafrekasta, kostnaðarsamasta og umdeildasta í sögu bandarískra stjórnmála. Sendiherra Bandaríkjanna og þrír Bandaríkjamenn til viðbótar létu lífið í árásinni. Í frétt New York Times segir að í skýrslunni, sem er 800 blaðsíður að lengd, komi einhverjar nýjar upplýsingar fram um árásina þar sem varnarmálaráðuneytið, leyniþjónustan CIA og utanríkisráðuneytið bandaríska eru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir raunverulegu ástandi öryggismála í borginni og að starfrækja skrifstofur í Benghazi þar sem ekki hafi verið mögulegt að tryggja öryggi starfsmanna. Trey Gowdy, þingmaður Repúblikana, var formaður nefndarinnar sem starfað hefur í tvö ár. Í skýrslunni er utanríkisráðuneytið einnig gagnrýnt þar sem sem ráðuneytið hefði í raun heimilað aðilum á borð við Clinton að ákveða hverjir myndu stýra rannsókn ráðuneytisins á árásinni. Í skýrslu þingnefndarinnar er hins vegar ekki dregið í efa að bandarískt herlið í Evrópu hefði ómögulega getað haldið til Benghazi til að bjarga þeim sem féllu í árásinni í tæka tíð. Tengdar fréttir Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30 Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49 Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58 Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tengslum við árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í líbísku borginni Benghazi í september 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en rannsóknin hefur verið ein tímafrekasta, kostnaðarsamasta og umdeildasta í sögu bandarískra stjórnmála. Sendiherra Bandaríkjanna og þrír Bandaríkjamenn til viðbótar létu lífið í árásinni. Í frétt New York Times segir að í skýrslunni, sem er 800 blaðsíður að lengd, komi einhverjar nýjar upplýsingar fram um árásina þar sem varnarmálaráðuneytið, leyniþjónustan CIA og utanríkisráðuneytið bandaríska eru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir raunverulegu ástandi öryggismála í borginni og að starfrækja skrifstofur í Benghazi þar sem ekki hafi verið mögulegt að tryggja öryggi starfsmanna. Trey Gowdy, þingmaður Repúblikana, var formaður nefndarinnar sem starfað hefur í tvö ár. Í skýrslunni er utanríkisráðuneytið einnig gagnrýnt þar sem sem ráðuneytið hefði í raun heimilað aðilum á borð við Clinton að ákveða hverjir myndu stýra rannsókn ráðuneytisins á árásinni. Í skýrslu þingnefndarinnar er hins vegar ekki dregið í efa að bandarískt herlið í Evrópu hefði ómögulega getað haldið til Benghazi til að bjarga þeim sem féllu í árásinni í tæka tíð.
Tengdar fréttir Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30 Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49 Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58 Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30
Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49
Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58
Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56