Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2016 17:10 MALM-kommóða. Innköllunin á ekki við á Íslandi. Mynd/IKEA Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. Kommóðan hefur nú verið tekin úr sölu í Norður-Ameríku en upphaflega hafði Ikea hvatt viðskiptavini sína upp við vegg með þar til gerðum festingum. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda á Íslandi. Innköllunin á þó ekki við hér á landi heldur aðeins í Norður-Ameríku. „Það er verið að selja þessar sömu kommóður úti um allan heim eftir því sem ég best veit en nú hefur Ikea í Bandaríkjunum sem sagt tekið ákvörðun í samráði við yfirvöld þar um að innkalla þær,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Að hans sögn er í innkölluninni vitnað til staðals sem aðeins er til í Bandaríkjunum og er ætlaður fyrir frístandandi húsgögn. Ekki er þó hægt að hengja sig á staðalinn varðandi lög þar sem um svokallaðan tilmælisstaðal að ræða. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ segir Þórarinn. Hann segir ekki vitað um önnur dauðsföll en þessi þrjú í Bandaríkjunum vegna Malm-kommóðunnar en í frétt BBC um málið kemur fram að auk dauðsfallanna hafi verið tilkynnt um 41 slys vegna kommóðunnar. Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. Kommóðan hefur nú verið tekin úr sölu í Norður-Ameríku en upphaflega hafði Ikea hvatt viðskiptavini sína upp við vegg með þar til gerðum festingum. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda á Íslandi. Innköllunin á þó ekki við hér á landi heldur aðeins í Norður-Ameríku. „Það er verið að selja þessar sömu kommóður úti um allan heim eftir því sem ég best veit en nú hefur Ikea í Bandaríkjunum sem sagt tekið ákvörðun í samráði við yfirvöld þar um að innkalla þær,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Að hans sögn er í innkölluninni vitnað til staðals sem aðeins er til í Bandaríkjunum og er ætlaður fyrir frístandandi húsgögn. Ekki er þó hægt að hengja sig á staðalinn varðandi lög þar sem um svokallaðan tilmælisstaðal að ræða. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ segir Þórarinn. Hann segir ekki vitað um önnur dauðsföll en þessi þrjú í Bandaríkjunum vegna Malm-kommóðunnar en í frétt BBC um málið kemur fram að auk dauðsfallanna hafi verið tilkynnt um 41 slys vegna kommóðunnar.
Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48