Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2016 12:48 Frá örtröðinni í IKEA í morgun. Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira