Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2016 15:30 Á eftir Íslendingum og kannski Færeyingum má segja að leikmenn Wales hafi fagnað sigri strákanna okkar gegn Englandi í Nice á mánudagskvöldið hvað mest. Leikmenn Wales horfðu saman á leikinn og algjörlega biluðust þegar flautað var til leiksloka en myndband af fögnuði Walesverja hefur farið eins og sinueldur um internetið og gert marga reiða, sérstaklega á Englandi. Wales er eins og Ísland komið í átta liða úrslitin og er nú eina breska þjóðin sem eftir er á Evrópumótinu en England, Írland og Norður-Írland voru öll send heim í 16 liða úrslitunum. Sjáðu fögnuð Walesverja: Wales squad celebrating when England lost to Iceland #ENG#WAL#ENGISL#Euros2016pic.twitter.com/tim9NeQBpx — scarface (@D10_LFC) June 27, 2016 Velsku leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir um ýmsum áttum fyrir fögnuðinn en þeim er nákvæmlega sama. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði hægri bakvörðurinn Chris Gunter á blaðamannafundi í gær. „Þetta lítur kannski út fyrir að vera aðeins of mikið en það var aldrei meiningin. Við erum bara svo stoltir að vera síðasta breska þjóðin sem eftir er í mótinu. Við vorum afskrifaðir áður en bolta var sparkað á þessu móti rétt eins og Ísland þannig eðlilega fögnum við sigri þeirra.“ „Ísland er í svipaðri stöðu og við. Þetta er minni þjóð sem gengur vel. Eins og við komst Ísland á Evrópumótið þrátt fyrir að vera í virkilega erfiðum undanriðli. Þeir laumuðu sér ekkert inn. Ísland er búið að standa sig mjög vel og það er frábært fyrir fótboltann,“ sagði Chris Gunter. Neil Taylor, félagi Gunter í vörn Wales, tók undir þetta: „Ísland er búið að vera ótrúlegt á þessu móti en þess vegna fögnuðum við svona mikið. Það halda allir með Íslandi. Það átti enginn að sjá okkur fagna en ég skil hvernig þetta lítur út. Við vorum bara að standa með annarri smáþjóð,“ sagði Neil Taylor. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Á eftir Íslendingum og kannski Færeyingum má segja að leikmenn Wales hafi fagnað sigri strákanna okkar gegn Englandi í Nice á mánudagskvöldið hvað mest. Leikmenn Wales horfðu saman á leikinn og algjörlega biluðust þegar flautað var til leiksloka en myndband af fögnuði Walesverja hefur farið eins og sinueldur um internetið og gert marga reiða, sérstaklega á Englandi. Wales er eins og Ísland komið í átta liða úrslitin og er nú eina breska þjóðin sem eftir er á Evrópumótinu en England, Írland og Norður-Írland voru öll send heim í 16 liða úrslitunum. Sjáðu fögnuð Walesverja: Wales squad celebrating when England lost to Iceland #ENG#WAL#ENGISL#Euros2016pic.twitter.com/tim9NeQBpx — scarface (@D10_LFC) June 27, 2016 Velsku leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir um ýmsum áttum fyrir fögnuðinn en þeim er nákvæmlega sama. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði hægri bakvörðurinn Chris Gunter á blaðamannafundi í gær. „Þetta lítur kannski út fyrir að vera aðeins of mikið en það var aldrei meiningin. Við erum bara svo stoltir að vera síðasta breska þjóðin sem eftir er í mótinu. Við vorum afskrifaðir áður en bolta var sparkað á þessu móti rétt eins og Ísland þannig eðlilega fögnum við sigri þeirra.“ „Ísland er í svipaðri stöðu og við. Þetta er minni þjóð sem gengur vel. Eins og við komst Ísland á Evrópumótið þrátt fyrir að vera í virkilega erfiðum undanriðli. Þeir laumuðu sér ekkert inn. Ísland er búið að standa sig mjög vel og það er frábært fyrir fótboltann,“ sagði Chris Gunter. Neil Taylor, félagi Gunter í vörn Wales, tók undir þetta: „Ísland er búið að vera ótrúlegt á þessu móti en þess vegna fögnuðum við svona mikið. Það halda allir með Íslandi. Það átti enginn að sjá okkur fagna en ég skil hvernig þetta lítur út. Við vorum bara að standa með annarri smáþjóð,“ sagði Neil Taylor.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00
Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00
Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30