Óskar Íslendingum góðs gengis gegn Frökkum Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. júní 2016 10:00 Stuart Gill, sendiherra Breta, horfði á leikinn gegn Íslandi á Hótel Plaza, en kom við í miðbænum. Fréttablaðið/Stefán Síðustu skoðanakannanir fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sýndu allar nauman sigur aðildarsinna,“ segir Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi. Vísar hann til þess að jafnvel Nigel Farage, formaður sjálfstæðissinna (UKIP), hafi sagt að það væri útlit fyrir sigur aðildarsinna. En fyrstu niðurstöður frá Sunderland og Newcastle bentu ekki til sigurs aðildarsinna og allt eftir það var útlit fyrir að útgöngusinnar myndu hafa betur. „Ég held að þetta hafi komið mörgum á óvart,“ segir Gill. Gill segir að það séu fáein atriði sem verði að hafa í huga varðandi niðurstöðuna. „Í fyrsta lagi er að breska þjóðin hefur talað og stjórnvöld framkvæma þá ákvörðun sem breska þjóðin hefur tekið, sem er að yfirgefa Evrópusambandið. Það er flókið og það mun ekki gerast í dag eða á skömmum tíma. Í dag erum við enn á sameiginlegum markaði Evrópusambandsins og allar reglur Evrópusambandsins eiga við um Bretland. Það breytist ekki og mun ekki breytast fyrr en við höfum samið um útgöngu og fengið nýjan samning, hver sem hann kann að verða,“ segir sendiherrann. Þetta ferli muni ekki hefjast fyrr en stjórnvöld hafi virkjað grein 50 í Lissabon-samningnum. Áður en það gerist muni David Cameron láta af embætti forsætisráðherra og nýr maður taka við leiðtogasætinu í Íhaldsflokknum. Annað atriðið, segir Gill, er að jafnvel þótt það verði efnahagslegur óstöðugleiki þá hafi bæði forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri sagt að stjórnvöld muni gera hvað sem þau geta til þess að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Og Mark Carney seðlabankastjóri hafi sagt að efnahagslífið sé sterkt, fjármálafyrirtækin sterk og vel fjármögnuð og geti þolað áföll. Þriðja atriðið sem Gill nefnir eru tengslin milli Bretlands og Íslands. „Við erum enn í Evrópusambandinu og því munu tengslin milli Bretlands og Íslands ekki breytast. Tengslin milli ríkjanna tveggja eru sterk, bæði stjórnmálalega og viðskiptalega og við viljum sjá það halda áfram. Ég hef rætt þessi mál bæði við utanríkisráðherra og forsætisráðherra Íslands,“ segir Gill. Hann hafi þó ekki rætt öll smáatriðin við ráðherrana, enda blasi þau ekki við, en engu að síður hafi verið farið yfir stöðuna.Efnahagsaðstæður betri „Við erum í óvenjulegri stöðu. Þetta er ekki sama staða og í fjármálahruninu. Munurinn er sá að nú erum við með sterkt undirliggjandi hagkerfi, bankakerfið er sterkt. Efnahagslífið er því vel viðbúið því sem kann að verða. Enginn segir að það verði ekki óstöðugleiki en við munum geta brugðist betur við en við gerðum í aðdraganda fjármálahrunsins,“ segir Gill um efnahagslegar afleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Hvaða stjórnmálalegu, félagsfræðilegu og efnahagslegu aðstæður eru það sem leiða til þessarar niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Þið eruð eyríki og við erum eyríki og þess vegna deilum við nokkrum einkennum. Evrópusambandið og aðild okkar að Evrópusambandinu hafa lengi verið grundvöllur umræðu,“ segir Gill. Hann segir ástæðu þess að breska ríkisstjórnin vildi nýjar viðræður um aðildina að Evrópusambandinu (áður en ákveðið var að ganga úr því) hafi verið að það væri almennt viðurkennt að það væri lýðræðishalli innan Evrópusambandsins og Evrópusambandið var orðið mikið skriffinnskubákn. Hann segir að félagsfræðilegar orsakir séu ef til vill flóknari. Niðurstaðan var ólík eftir landshlutum. Skotar greiddu atkvæði með aðild en í Wales var greitt atkvæði gegn. Þetta er mjög flókið mál og snýst um lýðfræði, hagfræði, innflytjendur, skynjun fólks og líka hvernig kosningabaráttan var hönnuð. Þetta er flókið mál og við lærum af því,“ segir Gill. Hann segir of snemmt að segja til um hvort Bretland muni liðast í sundur. „Nú er spurningin hvað Skotar og skoska þingið gerir,“ segir hann en bætir við að þetta muni skýrast í fyllingu tímans.Vonast eftir sömu samskiptum Gill segist vonast til þess að niðurstaðan hafi ekki áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. „Við gengum í gegnum erfiða tíma eftir bankahrunið. Þá vorum við með Icesave en núna erum við búin að leysa það mál,“ segir Gill. Samskipti ríkjanna séu góð. Andrúmsloftið sé allt annað og betra en í Icesave-deilunni og í samskiptum ríkjanna geti falist góð viðskiptatækifæri. Hins vegar sé ljóst að Bretar ætli sér að eiga náin tengsl við vini sína og hann hafi lagt áherslu á það þegar hann ræddi við Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra á föstudaginn. „Við þurfum að ákveða hvaða skref við munum taka en við ætlum að eiga náin samskipti við vini okkar og ég er bjartsýnn.“ Á mánudagsmorgun höfðu 3,5 milljónir Breta skrifað undir áskorun þess efnis að ný þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um útgöngu eða aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu. Gill telur útilokað að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram aftur. „Nei, ég ítreka það sem ég sagði í byrjun að breska þjóðin hefur talað,“ segir hann. Gill telur vissulega að flóttamannamál hafi haft áhrif á niðurstöðuna en telur ekki að einn þáttur hafi ráðið meiru en annar. „Innflytjendamál voru hluti af þessari baráttu og ég sagði við þig áðan að baráttan snerist um nokkra hluti. Innflytjendamálin voru klárlega einn af þáttunum.“Breyttar aðstæður Blaðamaður snýr umræðunni að öðru, því Gill hverfur frá Íslandi í ágúst. „Ég er búinn að vera hérna í nærri fjögur ár og hef haft það virkilega gott,“ segir Gill. Hann segir að starfið sjálft sé mjög heillandi en það hafi líka margt breyst síðan hann kom hingað. „Þegar ég kom hingað var Icesave í fullum gangi og við í deilum. Þið voruð í samningaviðræðum við ESB. Nú þegar ég er að fara hafa hlutirnir breyst. Icesave er frá og Evrópusambandsmál eru núna okkar viðfangsefni en ekki ykkar. Þetta hefur verið áhugavert og ég hef átt góð samskipti við alla hérna, jafnvel þegar viðfangsefnin hafa verið erfið,“ segir hann. Þá segir hann þau hjónin hafa notið þess að búa á Íslandi. Ferðaþjónustan hefur blómstrað á þeim tíma sem Gills hefur verið hérna og einn af hverjum fimm ferðamönnum sem hingað koma eru Bretar. Gill segir þetta hafa haft áhrif á starf sitt. „Já, þegar fleiri Bretar koma til landsins þá breytir það auðvitað miklu. Við erum í samskiptum við fleira fólk sem tapar vegabréfinu sínu eða lendir í einhvers konar vandræðum. Og ég nýt þess að eiga samskipti við breska ferðamenn sem koma hingað,“ segir Gill sem mun fara til starfa á Möltu. „Ég fer því úr einu mjög fallegu, en dálítið köldu landi, yfir í annað fallegt, en töluvert hlýrra land,“ segir hann. Hann ítrekar hversu þakklátur hann er fyrir dvöl sína hér á landi. „Takk fyrir og bless bless.“Fylgdist með leiknum Stuart Gill fylgdist spenntur með landsleik Íslendinga og Breta á mánudagskvöldið. Bretar horfðu á leikinn á Hótel Plaza í Reykjavík en Stuart Gill kom líka við á Arnarhóli þar sem um tíu þúsund Íslendingar komu saman. Inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu leiksins sagði hann Íslendinga hafa verðskuldað sigurinn. „Vel gert Ísland, sigur ykkar var verðskuldaður. Gangi ykkur vel gegn Frakklandi. Áfram Ísland,“ sagði hann. Á Twitter-síðu sinni sagði hann líka: England tapaði en sólin kemur upp á ný á morgun. Bíðum við – hér á Íslandi sest hún reyndar alls ekki. Brexit Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira
Síðustu skoðanakannanir fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sýndu allar nauman sigur aðildarsinna,“ segir Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi. Vísar hann til þess að jafnvel Nigel Farage, formaður sjálfstæðissinna (UKIP), hafi sagt að það væri útlit fyrir sigur aðildarsinna. En fyrstu niðurstöður frá Sunderland og Newcastle bentu ekki til sigurs aðildarsinna og allt eftir það var útlit fyrir að útgöngusinnar myndu hafa betur. „Ég held að þetta hafi komið mörgum á óvart,“ segir Gill. Gill segir að það séu fáein atriði sem verði að hafa í huga varðandi niðurstöðuna. „Í fyrsta lagi er að breska þjóðin hefur talað og stjórnvöld framkvæma þá ákvörðun sem breska þjóðin hefur tekið, sem er að yfirgefa Evrópusambandið. Það er flókið og það mun ekki gerast í dag eða á skömmum tíma. Í dag erum við enn á sameiginlegum markaði Evrópusambandsins og allar reglur Evrópusambandsins eiga við um Bretland. Það breytist ekki og mun ekki breytast fyrr en við höfum samið um útgöngu og fengið nýjan samning, hver sem hann kann að verða,“ segir sendiherrann. Þetta ferli muni ekki hefjast fyrr en stjórnvöld hafi virkjað grein 50 í Lissabon-samningnum. Áður en það gerist muni David Cameron láta af embætti forsætisráðherra og nýr maður taka við leiðtogasætinu í Íhaldsflokknum. Annað atriðið, segir Gill, er að jafnvel þótt það verði efnahagslegur óstöðugleiki þá hafi bæði forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri sagt að stjórnvöld muni gera hvað sem þau geta til þess að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Og Mark Carney seðlabankastjóri hafi sagt að efnahagslífið sé sterkt, fjármálafyrirtækin sterk og vel fjármögnuð og geti þolað áföll. Þriðja atriðið sem Gill nefnir eru tengslin milli Bretlands og Íslands. „Við erum enn í Evrópusambandinu og því munu tengslin milli Bretlands og Íslands ekki breytast. Tengslin milli ríkjanna tveggja eru sterk, bæði stjórnmálalega og viðskiptalega og við viljum sjá það halda áfram. Ég hef rætt þessi mál bæði við utanríkisráðherra og forsætisráðherra Íslands,“ segir Gill. Hann hafi þó ekki rætt öll smáatriðin við ráðherrana, enda blasi þau ekki við, en engu að síður hafi verið farið yfir stöðuna.Efnahagsaðstæður betri „Við erum í óvenjulegri stöðu. Þetta er ekki sama staða og í fjármálahruninu. Munurinn er sá að nú erum við með sterkt undirliggjandi hagkerfi, bankakerfið er sterkt. Efnahagslífið er því vel viðbúið því sem kann að verða. Enginn segir að það verði ekki óstöðugleiki en við munum geta brugðist betur við en við gerðum í aðdraganda fjármálahrunsins,“ segir Gill um efnahagslegar afleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Hvaða stjórnmálalegu, félagsfræðilegu og efnahagslegu aðstæður eru það sem leiða til þessarar niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Þið eruð eyríki og við erum eyríki og þess vegna deilum við nokkrum einkennum. Evrópusambandið og aðild okkar að Evrópusambandinu hafa lengi verið grundvöllur umræðu,“ segir Gill. Hann segir ástæðu þess að breska ríkisstjórnin vildi nýjar viðræður um aðildina að Evrópusambandinu (áður en ákveðið var að ganga úr því) hafi verið að það væri almennt viðurkennt að það væri lýðræðishalli innan Evrópusambandsins og Evrópusambandið var orðið mikið skriffinnskubákn. Hann segir að félagsfræðilegar orsakir séu ef til vill flóknari. Niðurstaðan var ólík eftir landshlutum. Skotar greiddu atkvæði með aðild en í Wales var greitt atkvæði gegn. Þetta er mjög flókið mál og snýst um lýðfræði, hagfræði, innflytjendur, skynjun fólks og líka hvernig kosningabaráttan var hönnuð. Þetta er flókið mál og við lærum af því,“ segir Gill. Hann segir of snemmt að segja til um hvort Bretland muni liðast í sundur. „Nú er spurningin hvað Skotar og skoska þingið gerir,“ segir hann en bætir við að þetta muni skýrast í fyllingu tímans.Vonast eftir sömu samskiptum Gill segist vonast til þess að niðurstaðan hafi ekki áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. „Við gengum í gegnum erfiða tíma eftir bankahrunið. Þá vorum við með Icesave en núna erum við búin að leysa það mál,“ segir Gill. Samskipti ríkjanna séu góð. Andrúmsloftið sé allt annað og betra en í Icesave-deilunni og í samskiptum ríkjanna geti falist góð viðskiptatækifæri. Hins vegar sé ljóst að Bretar ætli sér að eiga náin tengsl við vini sína og hann hafi lagt áherslu á það þegar hann ræddi við Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra á föstudaginn. „Við þurfum að ákveða hvaða skref við munum taka en við ætlum að eiga náin samskipti við vini okkar og ég er bjartsýnn.“ Á mánudagsmorgun höfðu 3,5 milljónir Breta skrifað undir áskorun þess efnis að ný þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um útgöngu eða aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu. Gill telur útilokað að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram aftur. „Nei, ég ítreka það sem ég sagði í byrjun að breska þjóðin hefur talað,“ segir hann. Gill telur vissulega að flóttamannamál hafi haft áhrif á niðurstöðuna en telur ekki að einn þáttur hafi ráðið meiru en annar. „Innflytjendamál voru hluti af þessari baráttu og ég sagði við þig áðan að baráttan snerist um nokkra hluti. Innflytjendamálin voru klárlega einn af þáttunum.“Breyttar aðstæður Blaðamaður snýr umræðunni að öðru, því Gill hverfur frá Íslandi í ágúst. „Ég er búinn að vera hérna í nærri fjögur ár og hef haft það virkilega gott,“ segir Gill. Hann segir að starfið sjálft sé mjög heillandi en það hafi líka margt breyst síðan hann kom hingað. „Þegar ég kom hingað var Icesave í fullum gangi og við í deilum. Þið voruð í samningaviðræðum við ESB. Nú þegar ég er að fara hafa hlutirnir breyst. Icesave er frá og Evrópusambandsmál eru núna okkar viðfangsefni en ekki ykkar. Þetta hefur verið áhugavert og ég hef átt góð samskipti við alla hérna, jafnvel þegar viðfangsefnin hafa verið erfið,“ segir hann. Þá segir hann þau hjónin hafa notið þess að búa á Íslandi. Ferðaþjónustan hefur blómstrað á þeim tíma sem Gills hefur verið hérna og einn af hverjum fimm ferðamönnum sem hingað koma eru Bretar. Gill segir þetta hafa haft áhrif á starf sitt. „Já, þegar fleiri Bretar koma til landsins þá breytir það auðvitað miklu. Við erum í samskiptum við fleira fólk sem tapar vegabréfinu sínu eða lendir í einhvers konar vandræðum. Og ég nýt þess að eiga samskipti við breska ferðamenn sem koma hingað,“ segir Gill sem mun fara til starfa á Möltu. „Ég fer því úr einu mjög fallegu, en dálítið köldu landi, yfir í annað fallegt, en töluvert hlýrra land,“ segir hann. Hann ítrekar hversu þakklátur hann er fyrir dvöl sína hér á landi. „Takk fyrir og bless bless.“Fylgdist með leiknum Stuart Gill fylgdist spenntur með landsleik Íslendinga og Breta á mánudagskvöldið. Bretar horfðu á leikinn á Hótel Plaza í Reykjavík en Stuart Gill kom líka við á Arnarhóli þar sem um tíu þúsund Íslendingar komu saman. Inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu leiksins sagði hann Íslendinga hafa verðskuldað sigurinn. „Vel gert Ísland, sigur ykkar var verðskuldaður. Gangi ykkur vel gegn Frakklandi. Áfram Ísland,“ sagði hann. Á Twitter-síðu sinni sagði hann líka: England tapaði en sólin kemur upp á ný á morgun. Bíðum við – hér á Íslandi sest hún reyndar alls ekki.
Brexit Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira