Pólitískur ófriður skapar óróa á markaði Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júní 2016 11:00 Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram. Brexit Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram.
Brexit Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira