Það var fullt út úr dyrum og færri komust að en vildu. Fyrstu hundrað viðskiptavininrnir fengu gallabuxur á 2.000 krónur en skilyrðið var að mæta buxnalaus í verslunina í Kringlunni klukkan 17:00.
Myndir frá þessum stórskemmtilega degi má sjá hér fyrir ofan og myndband fyrir neðan.

Það myndaðist myndarleg biðröð fyrir framan verslunina um klukkan 16:30 en engum var hleypt inn fyrr en á slaginu 17:00 og stóðu því strákarnir á nærbuxunum fyrir utan verslunina, sumir hverjir í 30 mínútur.
Buxurnar voru fjlótar að rjúka út enda ekki leiðinlegt að fá flottar gallabuxur að eigin vali frá Jack & Jones, Deo Spray frá L´Oréal og sokka frá Jack & Jones fyrir 2000 krónur.
Stemningin var meiriháttar og viðskiptavinirnir almennt mjög ánægðir með þetta uppátæki enda á Jack & Jones dyggan viðskiptavinahóp þegar kemur að gallabuxum enda er verslunin búin að vera leiðandi í sölu á gallabuxum hér á landi í mörg ár.
Nú bíðum við spennt eftir næsta uppátæki verslunarinnar og ekki ólíklegt að það verði stutt þar starfsfólk Jack & Jones bregði á leik með viðskiptavinum á ný.