Samherji Birkis mætir bróður sínum á EM á morgun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 17:45 Xhaka-bræðurnir. vísir/getty Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira